"að störfum"?

Merkilegt hvernig Mogginn orðar hlutina þegar fréttir berast af "vinum" okkar, Bandaríkjamönnum. Hermenn "að störfum" í öðru landi langt frá heimabyggð! Hvaða starf er það nánar til tekið? Ekki man ég til þess þegar Rússar hersátu Afganistan að svona vinsamlega væri fjallað um veru þeirra þar.

Ætli það sé ekki réttara að tala um hermenn sem " hafa verið hluti af hernámsliði", eða hreint út sagt: "sem hafa verið að drepa íraska borgara".

Tekið skal fram að hernámið er gjörsamlega ólöglegt, og þvert gegn vilja Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur stór meirihluti almennings í heiminum lýst sig andsnúna hersetunni og þar á meðal meirihluti íslensku þjóðarinnar. Meira að segja utanríkisráðherrann, sem nú gengur erindi Bandaríkjamanna hvar sem það er hægt og þorir ekki á nokkurn hátt að styggja þá til þess að komast í Öryggisráðið, hefur harmað innrásina. Verður sá harmur að skoðast sem stefna núverandi ríkisstjórnar.

Því þá þetta orðalag, "bandarískir hermenn sem hafa verið að störfum í Írak"? Er Mogginn kannski stuðningaðili við hernám Íraks, sá eini í heiminum ásamt Brown og "Figh"?


mbl.is Bandarískir hermenn á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband