Hverja vantar?

Guðmundur Guðmundsson virðist ætla að feta dyggilega í fótspor Alfreðs Gíslasonar fyrirrennara síns í vali á landsliðinu.

Ronald Eradze er ekki  í markmannshópnum og Ragnar Óskarson ekki í hópi miðjumanna. Þá er Baldvin Þorsteinsson ekki með í vinstra horninu. Þannig verður markvarslan sami höfuðverkurinn og áður og vandræðin við að hafa engan almennilegan skiptimann fyrir Guðjón Val og Snorra Stein söm og áður. Svo vantar auðvitað Garcia en kannski er hann (og einhver af hinum) meiddur.

/

Sem betur fer eru landsliðsmennirnir þó það sterkir að einn misvitur þjálfari á erfitt með að eyðileggja allar vonir um árangur. Ólafur Stefánsson er núna í fantaformi og vonandi tekst að ná fleiri mönnum á strik því Óli getur ekki einn haldið leik liðsins uppi (þótt svo að margir geri þær kröfur til hans og kvarti yfir því að hann spili verr í landsliðinu en hjá félagsliði sínu).

Það kemur mér á óvart að menn eins og Hannes Jón Jónsson og Rúnar Kárason séu valdir en þeir hafa ekkert erindi í lið eins og Svía og Pólverja (eða Norðmenn). Hins vegar er gaman að sjá Ingimund Ingimundarson í liðinu og hefði félagi hans hjá norsku meisturunum Elverum mátt fylgja með í stað Rúnars.

 


mbl.is Guðmundur valdi 23 manna landsliðshóp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455510

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband