Jarðskjálftinn í Kína og fleira

Þetta er athyglisverð frétt af utanríkisráðherranum okkar. Það lýsir eflaust best stöðu mála hjá formanni Samfylkingunni og flokknum sem slíkur þegar þingmaður sjálfstæðismanna fer að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir aukin útgjöld til hermála, nú þegar kalda stríðinu er löngu lokið.

En svar hennar varðandi Kína veldur mér meiri áhyggjum og kallar á spurninguna hvort ráðherradómurinn hafi stigið henni til höfuðs. A.m.k. finnst mér svar hennar hrokafullt í báðum málunum.

Þær fréttir hafa borist frá Kína að kínversk stjórnvöld hafi opnað fyrir hjálp erlendis frá þar sem þeir hafa viðurkennt að þeir ráði ekki við það einir að leita fólks í rústunum. Bæði Rússar og Suður-Kóreumenn hafa sent hjálparstarfsfólk.

Þá hafa margar þjóðir boðið fram aðstoð sína þó svo að íslenski utanríkisráðherrann telji slík ekki þurfa, eða við hæfi fyrr en beiðni berst. Danir hafa til dæmis, í gegnum Rauða krossinn, gefið tjöld og teppi til þeirra sem ekki eiga lengur þak yfir höfuðið en þeir skipta hundruði þúsunda eins og kunnugt er. 

Gætum við ekki boðið fram einhverja svipaða hjálp gegnum Rauða krossinn hér á landi? Eða höfum við ekki efni á því vegna þess að það kostar okkur svo mörg hundruð miljónir að borga NATO-löndunum fyrir skemmtiflug sitt í kringum landið á stríðsvélum sínum?


mbl.is Ísland velji ekki hernaðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 459948

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 197
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband