"góðu og heiðarlegu fólki"?

Það er greinilegt að Bush telur sig vera í hópi góða og heiðarlega fólksins. Líklega vitnar framganga sveita hans í Írak um það hve góður og heiðarlegur hann er, eða hvað?

Nú er verið að sýna í kvikmyndahúsum landsins tvær myndir um Írakstríðið og hvernig það breytir(?) hermönnunum í hin verstu skrímsli. Þá er bandarískur atvinnuhermaður í yfirheyrslu hjá þinginu í Wasington en hann hefur neitað að fara til Írak á þeirri forsendu að stríðið þar sé ólöglegt.

Þar vitna fjöldi fyrrverandi hermanna með honum um ólögmæt morð, rán og valdníðslu gegn fleiri Írökum en tölu verði komið á. Það er ekki minnst spillingin í valdastrúktur hersins sem er verið að gagnrýna (sjá einnig í myndinni In the walley of Elah). Svo telur maður eins og Bush sig vera umkominn til að gagnrýna aðra.

Pólitík hans í miðausturlöndum verður ekki lýst á annan hátt en sem algjöru skipbroti. Í ræðunni sem vitnar er til í fréttinni talar hann fjálglega um ný miðausturlönd þar sem fólk fær að lifa saman í frjálsum og óháðum samfélögum sem einkennast af ferðaþjónustu og verslun! En þróunin er allt önnur. Andstæðingar Bandaríkjamanna verða sífellt sterkari á svæðinu og áhrif hins illa öxuls, Íran, Sýrlands, Hamas og Hizbillah eykst sífellt.

Þetta ætti flestum að vera ljóst og sjá ástæðu til að breyta um stefnu. En svo virðist sem meira að segja sá raunsæjasti af forsetaframbjóðendunum, Barack Obama, telji sig þurfa að ganga erinda Ísraelsmanna á svæðinu og hunsa viðræður við öfl eins og Hamas. Er Bandaríkjamönnum ekki við bjargandi?

 


mbl.is Bush hvetur til aðgerða gegn Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband