5.6.2008 | 11:40
Loksins almennilega unnin frétt!
Hér veršur mašur loksins vitni aš almennilegri rannsóknarblašamennsku žar sem fariš er ķ saumana į mįlinu og menn kynna sér hvernig stašiš er aš hlutunum ķ öšrum "ķsbjarnar"löndum. Žetta hefšu Umhverfisstofnun, Nįttśrustofnun og yfirdżralęknir mįtt kynna sér įšur en žeir hófu sitt fleipur um aš žaš hefši veriš naušsynlegt aš drepa björninn.
Žį vekur og athygli aš Ķslendingur sem starfaš hefur į Svalbarša til fjölda įra, prófessor ķ heimskautafręšum, skuli tala af slķkri vanžekkingu og hann gerši ķ sjónvarpsvištali ķ gęr. Undarlegt hve margt hįskólamenntaš fólk er blóšžyrst. Skyldi eitthvaš vera aš menntakerfinu okkar?
Ķ skżrslu sem sżslumašurinn į Svalbarša hefur gert segir m.a. aš stundum gerist žaš į sumrin aš ķsbirnir dvelji į landi og bķši efti aš hafķsinn komi. Žį borši žeir mjög lķtiš eša fasti alveg og séu mjög rólegir til aš spara kraftana. Žvķ eigi menn aš foršast aš trufla žį į žessu tķmabili žvķ žaš kalli į aukna orkunotkun žeirra og žar meš į aukna orkužörf. Auk žess sé žaš ofur einfaldlega hęttulegt fyrir fólk.
Greinilegt er aš žeir sem komu aš ķsbjarnarmįlunum fyrir noršan höfšu ekki hugmynd um hvernig bregša skuli viš og enginn annar ašili heldur. Žannig fį allir viškomandi falleinkunn ķ žessu mįli og žurfa greinilega aš setja aftur į skólabekk til aš lęra hvernig eigi aš bregšast viš.
Einnig segir ķ skżrslu sżslumanns aš enginn skuli koma nęr ķsbirni en sem nemur 40-50 metrum en skuli žį grķpa til hręšsluverkfęra til aš flęma hann ķ burtu: merkjabyssu, lśšur eša eitthvaš žvķlķkt (berja pottlok er vķst mjög įhrifarķk ašferš til aš hręša ķsbirni og öll slķk hįvašahljóš!). Į Svalbarša er aš auki bannaš aš trufla ķsbjörn en žaš geršu menn svo sannarlega žarna nyršra.
Žrįtt fyrir žessar reglur er mjög algengt aš ķsbirnir séu drepnir į Svalbarša. Yfirleitt er boriš viš naušvörn, eins og var gert ķ okkar tilfelli. Vegna žess hve tķš drįpin eru žį hefur veriš reynt aš lögsękja žį sem drepiš hafa dżrin. Ķ einu tilfelli var mašur dęmdur ķ hęstarétti Noregs fyrir aš hafa ekki gripiš til annarra rįša en aš drepa nęrgöngul dżr. Fleiri dęmi eru um aš fólk hafi veriš dęmt fyrir drįp į ķsbirni į žeim grundvelli aš žaš hafi ekki veriš ķ lķfshęttu.
Mér sżnist innlend nįttśruverndarsamtök geti vel höfšaš mįl gegn lögreglustjóranum į Saušįrkróki fyrir aš fyrirskipa drįp į ķsbirninum og gegn umhverfisrįšherra fyrir aš heimila drįpiš. Žį er og spurning hvort ekki sé ešlilegt aš fara fram į žaš aš yfirdżralękni og forstjóra Nįttśrustofnunar verši veitt tilltal vegna yfirlżsinga sinna. Žaš er a.m.k. fordęmi fyrir mįlsókn ķ öšrum löndum - og žvķ žį ekki hér einnig?
Sjį skżrslu sżslumanns hér:
http://www.okokrim.no/aktuelt_arkiv/miljokrim/magasinet/2004-1/page13.html
Regla aš svęfa birnina | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Um bloggiš
Torfi Kristján Stefánsson
Fęrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frį upphafi: 458377
Annaš
- Innlit ķ dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir ķ dag: 2
- IP-tölur ķ dag: 2
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.