Svo gagnrýna menn Kínverja og Rússa!!

Morð Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Afganistan - og ósvífni þeirra við að neita að viðurkenna verknaðinn - hlýtur að vekja athygli og hörð mótmæli heimsins (ekki síst fjölmiðla) á þeim tímum þegar fjölmiðlar hafa farið offari í umfjöllun um mannréttindabrot Kínverja á Tíbetum og neikvæðri umfjöllun um viðbrögð Rússa við innrás Gerorgíumanna inn í Suður-Ossetíu (innrás sem auðvitað var að undirlagi Bandaríkjamanna).

Ég vil minna á gamalt ljóð eftir Hannes Sigfússon vegna svipaðra atburða fyrir rúmum fjörutíu árum, einnig í nafni frelsis og kristins kærleika sem Kaninn er stöðugt svo duglegur við að sýna:

Og þeir krossfestu son mannsins
og krýndu hann þyrnum misgjörða sinna
Og þeir blinduðu hann með blóði
og bitrum spjótsoddum hermannanna
sem án afláts runnu honum til rifja
Þeir spottuðu andlit hans
og þeir spýttu sannleik orða hans um tönn
eins og hreinum viðbjóði
Og síðan drógu þeir saman fjöll glæpa sinna
og lögðu honum á herðar:
morðið á honum (…)
og kristileg morðin sem þeim hafði enn ekki gefist
tóm til að drýgja …

Hann var hryggur allt til dauða
reis upp
og bar syndir þeirra á brott …

Saklaus eftirlátin orð hans
urðu þeim gjaldmiðill að nýjum glæpum

 

 


mbl.is 90 saklausir borgarar féllu í loftárásum í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband