Athyglisvert dálæti sjálfstæðismanna á biskupi - en gott!

Það er gaman að sjá að hægri öflin eru búin að taka Sigurbjörn biskup í sátt, en eins og kunnugt er var hann mjög umdeildur á sinni tíð fyrir andstöðu sína við hernámi landsins og hersetu Bandaríkjamanna hér á landi - ekki síst meðal sjálfstæðismanna.

Þetta er þó ekki til komið vegna þess að hann hafi látið af róttækni sinni og gerst þægur þjónn ástvina Kanans og auðhyggjunnar í heiminum, heldur þvert á móti. Eftir mikla lofræðu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur í fyrra, er hún veitti Sigurbirni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar (á degi íslenskrar tungu), sagði Sigurbjörn þetta m.a.:

 

"Nú steðjar margur voði að tungunni, m.a. sá, að hún þykir ekki duga lengur, ekki á glæsivöllum þeirrar veraldar, þar sem féþúfurnar einar skipta máli. Þá fínu veröld þykir ófært að umgangast nema með amerískum tilburðum og talsmáta. Þrífist aldrei þessi hugsun á Íslandi."

Vonandi tekur einhver, kirkjunnar þjónn eða ekki, upp merki Sigurbjörns og berst gegn féþúfuhugsun og græðgi þeirri sem enn tröllríður okkar þjóðfélagi, þrátt fyrir maklegar hrakfarir útrásarinnar svokölluðu.

 


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband