"Grís er áfram grís þótt hann sé varalitaður ..."

Kosningabaráttan hefur harðnað mjög eftir að Sarah Palin var útnefnd varaforsetaefni repúblikanna.

Fyrst var Obama mjög varkár í umtali um hana, notfærði sér t.d. ekki þann tvískinnung sem kom fram í hennar prívatlífi, þ.e. þungun táningsdóttur hennar sem gengur þvert gegn kristnum móralisma Palins um að ekki skuli stunda kynlíf fyrir hjónaband.

En eftir að Palin hélt hina herskáu ræðu sína á flokksþinginu þá hefur Obama gripið til harðara orðalags gegn henni og repúblikönum. Nú síðast hefur hann verið gagnrýndur fyrir árás á hana sem konu þar sem hann sagði að grís verði áfram grís þótt hann sé varalitaður.

Þar vísaði hann til óheppilegra orða hennar um að hún væri vígahundur (pit bull) með varalit. En svona má auðvitað ekki segja um konur svo nú er Obama búinn að fá allar dólgafemínistana upp á móti sér.

Hvernig er með Samfylkingarfólkið og femínistana Ágúst Ólaf og Ólínu Þorvarðar. Af hverju þegja þau? Hafa þau ekki séð þessi ummæli? 


mbl.is Yfirlýsingar Palin gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Var Obama ekki að vísa í stefnumál Repúblikana með þessu orðtaki...?

Ég tók því a.m.k. ekki þannig að hann væri að ýja að því að Palin væri svín, heldur þegar McCain byrjaði með "Change" hugtakið í sinni ræðu, sem og önnur stikkorð sem Obama hefur nýtt sér.  Að sjá gjörningur væri eins og "að setja varalit á svín", ekki að Palin væri svín.

Eða þannig tók ég þessu a.m.k. þegar ég las þetta fyrst.  Og ég er feministi. Það eru nefnilega alls ekki allir feministar dólgar ;)

-Jóna. 

kiza, 10.9.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Akkurat kiza, þannig skyldi ég þetta líka, týpískt fyrir repúplikanana að snúa þessu upp í kvenfyrirlitningu.

Björgvin Gunnarsson, 10.9.2008 kl. 17:12

3 identicon

Torfi - orðtakið að þó maður setji varalit á grís þá verði hann enn þá grís er þekkt í bandaríkjunum um það að það breyti engu að fegra hlutina.  Þetta hefur ekkert með samlíkingu Söru Palin á sér og hundi að gera.

Þurfa frambjóðendur nú að þræða allar ræður Söruh Palin eftir stöku orðum sem hún kann að hafa notað til þess að forðast að gagnrýni á stefnu Repúblikana verði túlkuð sem árás á kyn hennar?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband