12.9.2008 | 09:46
Furðuleg yfirlýsing
Nú er maður farinn að skilja af hverju Hermann var gerður að fyrirliða landsliðsins. Ekki var það vegna hæfileika hans á knattspyrnusviðinu, en skortur hans á þeim kom berlega í ljós undir lok leiksins þegar liðið þurfti nauðsynlega að jafna og hann að byrja sóknirnar. Þá sneri hann iðulega að eigin marki og tók óratíma að snúa sér við, taka boltann með sér og koma honum fram. Þannig rann tíminn út án þess að íslenska liðið ógnaði nokkuð að ráði, þökk sé Hermanni.
Ábyrgð fyrirliðans er fyrst og fremst gagnvart samspilurum sínum, ekki gagnvart knattspyrnuforystunni eða þjálfaranum. Það er fyrirliðans að sjá til þess að ekki komi upp togstreita innan liðsins og bera klæði á vopnin ef menn eru óánægðir með eitthvað. Í stað þess setur hann ofan í einhvern allra besta leikmann landsliðsins, Grétar Rafn, með því að taka afstöðu gegn ummælum hans.
Reyndar er óljóst hvern Hermann er að verja því Grétar Rafn nefndi engin nöfn og enga aðila í gagnrýni sinni. Hann var meira að segja furðulega jákvæður eftir hinn slaka leik íslenska landsliðsinsgegn Skotum og hrósaði honum í hástert. Eina sem hann gagnrýndi var skortur á faglegum vinnubrögðum en hjá hverjum nefndi hann ekki. Það var pressan sem tók þessu svo að hér væri verið að gagnrýna forystuna, sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt.
En hvað með það. Loyalitet Hermanns gagnvart "vinnuveitendum" sínum er furðuleg en jafnframt skiljanleg. Hann veit að svo lengi sem hann ver þjálfarann og forystuna er staða hans í liðinu tryggð, þrátt fyrir að getan sé ekki til staðar.
Hins vegar kemur vel í ljós hve ófaglegt það var af Ólafi að gera Hermann að fyrirliða - og hve niðurlægjandi það er í raun fyrir Eið að vera sviptur þessari tignarstöðu.
En þetta var þó taktískt af þjálfaranum. Með þessu fékk hann nefnilega dyggan þjón eða ætti maður kannski frekar að segja barinn þræl?
![]() |
Yfirlýsing frá fyrirliða íslenska landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 77
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 462489
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 135
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nokkuð viss um að KSÍ hafi sjálft gert þessa yfirlýsingu og látið Hermann fa hana einungis til undurskriftar. Þetta er aðeins of KSÍ hlynt yfirlýsing. Lokasetningin er síðan kostuleg.
Siggi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.