Þvílíkur mórall!!!

Ég hef nú aldrei heyrt annað eins - og trúi því varla að manneskjan sé svona vitlaus!

Leikurinn var jú í beinni útsendingu svo  hver og einn getur dæmt fyrir sig. Frá mínum bæjardyrum séð þá lék Hólmfríður mjög gróft í þessum leik, fór í hverja einustu tæklingu án þess að hugsa neitt um andstæðinginn og var í raun heppinn að stórslasa ekki einhvern franska leikmanninn. Svo talar hún um að ítrekað hafi verið brotið á henni!

Sama má segja um marga aðra íslenska leikmenn. Þeir spiluðu alltof gróft - sem greinilega var dagskipun þjálfarans. Frakkarnir spiluðu hins vegar yfirleitt prúðmannlega og hugsuðu greinlega meira um að spila fótbolta en íslensku leikmennirnir. Verðskuldaður sigur eins og Margrét Lára benti réttilega á - og sýnir rétt hugarfar og sannan íþróttaanda.

Mér finnst ábyrgðarhluti hvað nokkrir lykilleikmenn íslenskra leikmanna láta hafa eftir sér eftir leiki. Þeir eru fyrirmynd ungra krakka sem eru í boltanum - eftir höfðinu dansa limirnir.

Það að kunna að taka ósigri er einn mikilvægasti þáttur í íþróttum (rétt eins og að kunna að taka sigri). Þessi tapsárindi sem ummæli Hólmfríðar lýsa eru reyndar mjög almenn innan íslenska fótboltans - og heyrist best á lýsingum frá leikjum landsliðanna. Aðra eins hlutdrægni og skítkast í garð dómara og andstæðingsins hef ég aldrei heyrt.

Er þetta mórall sem KSÍ er að innprenta hjá fólki? Fyrst Eggert Magnússon, stúkuframkvæmdirnar og framferði hans hjá West Ham og nú þessi mórall undir stjórn eftirmann hans? Er ekki löngu kominn tími til að skipta um fólk í brúnni?


mbl.is Hólmfríður var lögð í einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband