Þingræði eða tvíræði?

Þessi umræða um yfirtöku ríkisins á Glitni er vægast sagt einkennileg. Margir furða sig á þessari uppákomu og spyrja sig hvort þetta hafi verið nauðsynlegt en fáir virðast leita eftir svörum um hvaða aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. Og enn er ekkert komið fram um hvað olli þessari akut-stöðu bankans, sem varð að bregðast við með svo skjótum hætti.

Þó eru viðbrögð forystumanna þingflokkanna sérkennilegust, ekki síst Vinstri-grænna sem lengi hefur barist fyrir sterkari stöðu þingsins í allri ákvarðanatöku. Á meðan þingið í USA þurfti að samþykkja "björgunaraðgerðir" ríkisstjórnarinnar þar í landi - og hafnaði þeim - þá heyrist ekki orð um að eðlilegt sé að þingið staðfesti svona gjörning. Hér er nefnilega ekkert um smápening fyrir þjóðarbúið að ræða, heilir 84 milljarðar eða stór hluti af þeirri lánveitingu sem íslenska ríkið fékk nýlega. Það hefur oft þótt ástæða til að kalla þingið saman af minna tilefni, sérstaklega í ljósi þess að það á hvort sem er að koma saman á morgun.

Einnig má minna á hina miklu gagnrýni sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengu fyrir að sniðganga þingið þegar þeir ákváðu að styðja innrásina í Írak. En ekkert heyrist nú í þá veruna.

Er þingið kannski algjörlega valdalaus hér á landi - og þingmennirnir skrauthúfur sem vita ekkert í sinn haus? A.m.k. virðast þeir ekki vita hverjir eru að braska með krónuna þessa dagana þó svo að þjóðin viti það vel.


mbl.is „Mjög hissa á þessu verðmati“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 459999

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband