7.10.2008 | 08:30
Ekki algjörlega tapað fé?
Bara næstum því?
Já, hún er merkileg þessi frétt og það sem hér er haft eftir viðskiptaráðherranum Björgvini Sigurðssyni. Hann virðist reyndar njóta sviðsljóssins til fullnustu og aldrei líða betur en einmitt núna þegar ríkisstjórnin er á fullu við að bjarga þeim ríku undir því yfirskyni að hún sé að bjarga almenningi. Jafnaðarmannaleg framkoma það, ekki satt?
Eða af hverju er verið að ábyrgjast öll lán með þeirri áhættu sem því fylgir fyrir ríkissjóð? Nægir ekki 3 milljón króna trygging á hvern innistæðureikning fyrir sig?
Og hverjir eru það sem eiga meira en þrjár milljónir inni á bankabókinni sinni? Varla er það gamla fólkið sem hefur mörg undanfarin ár kvartað hástöfum yfir lágum lífeyrisgreiðslum til sín. Nei, hér er auðvitað verið að verja þá ríku, þá sem eiga miklu meira en nóg, rétt eins og venjulega.
Og talandi um þá ríku, þá var drottningarviðtalið við Sigurð Einarsson "stjórnarformann" Kaupþings (ég hélt að hann væri bankastjóri og með tugi milljóna í laun á mánuði) mjög merkilegt. Þar var hann að heimta það að fá Glitni afhentan á silfurfati í viðbót við þá gjöf sem ríkisstjórnin veitti Kaupþingi með veðinu í danska bankanum (já, þið lásuð rétt! Þetta er sama ríkisstjórnin og ætlar að skilja algerlega að innilenda og erlenda bankastarfsemi "íslensku" bankanna og einungis verja þá innlendu!).
Hann talaði um 84 milljarða yfirtöku ríkisins á Glitni sem tapað fé en hvað þá með veðlánið til Kaupþings upp á 550 milljarða? Er veðtryggingin sem felst í danska bankanum, virkilega svona miklu öruggari en veðtryggingin sem Glitnir bauð í norska bankanum?? Nei, auðvitað ekki. Þessir 550 milljarðar eru alveg jafn tapaðir og hinir 84 og svo allt það fé sem fer í að borga innlánin upp í topp (en bara miklu hærri upphæð sem fer í súginn). Ég fær ekki betur séð en að ríkið sé komið í jafnmikið þrot og bankakerfið - allt vegna gjafmildi stjórnvalda.
Annars er nokkuð skondið að heyra hversu mislagðar hendur ríkisstjórninni var við samingu neyðarlaganna í gær. Í fyrstu drögunum var greint frá veðláningu til Kaupþings en því var svo snarlega kippt út og kom hvergi fram í endanlegri gerð frumvarpsins. Geir Haarde viðurkenndi svo óbeint í fyrirspurnartímanum í sex-yfirlýsingunni að þetta hefði aldrei átt að leka út. Nú vita nefnilega allir að Landsbankinn verður látinn fara á hausinn en Kaupþingi bjargað í bili.
Ég skil heldur ekki af hverju fjölmiðlafólk ekki spyr hvaða kröfur fylgja láni upp á 550 milljarða? Var sett fram einhver krafa um það að bankastjórarnir í Kaupþing banka verði gert að lækka laun sín svo um munar (þau skilyrði eru jú sett úti í hinum stóra heimi, m.a.s. í USA)? Nei, ekki svo ég viti!
Og af hverju var Sigurður Einarsson ekki spurður um það í Kastljósinu í gærkvöldi?
Stór biti fyrir ríkissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 458217
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.