12.10.2008 | 15:35
Mjög háa skatta???
Þetta er mjög furðuleg fullyrðing hjá Guðrúnu í ljósi þess að þessir "háu" skattar sem bankarnir borguðu, og þar af leiðandi miklar tekjur, voru að stórum hluta borgaðir af almenningi (þ.e. óbeint) vegna okurvaxtastefnunnar sem útrásin kostaði.
Og einnig í ljósi þess að þessir "háu" skattar hafa kostað þjóðina margfalt núna við hrun þessara sömu bankastofnana, eða þúsundir milljaðra (Ragnar Önundarson talai um minnst 1.000 milljarða).
Sérkennilegt að heyra manneskju eins og Guðrúnu Pétursdóttur tala svona því ég hélt að hún hefði skilið við Sjálfsstæðisflokkinn fyrir löngu og einka-vina-væðingarstefnu hans. En römm er sú taug sem rekka dregur og bláa höndin er sjaldan langt undan (enda er Guðrún af helstu sjálfstæðismannaættum landsins: Engeyjar- og Thorsætt).
Nei. Egill Helgason mætti nú alveg vera jafn gagnrýnin á ríkisstjórnina og fylgismenn hennar og hann er á útrásarprinsana. Þá getur maður auðvitað spurt sig hvað skoðun hann hafði á einkavæðingunni og útrásinni áður en allt fór til fjandans. Var hann eins forsjáll eins og Ragnar Önundarson eða söng hann með í hallelújakórnum eins og flestir aðrir?
Guðrún Pétursdóttir: Myndarlega vaxtalækkun strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.