Nýja ríkisstjórn takk!!

Það er greinilega kominn tími á nýja ríkisstjórn. Að dýralæknirinn sé látinn sjá um eitthvert örlagaríkasta mál Íslandssögunnar, maður sem hefur siglt með ríkissjóð í algjört þrot á undanförnum árum, er auðvitað grátlegra en tárum taki (nú síðast benti Framtíðarlandið á að skuldir ríkisins vegna álstefnunnar séu orðnar 550 milljarðar! Og þegar árið 2006 var Ísland orðið skuldsettasta land í heimi!!!).

Það vita allir að skilyrðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur eru þau sömu sem þeir hafa sett Afríkuþjóðum og bundið þau á klafa skulda og fátæktar um ókomna framtíð. Svo tala forystumenn ríkisstjórnarinnar um það hver í kapp við annan, að ekki megi binda börnin okkar og barnabörn á skuldaklafann margumrædda!!

Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðurinn er helsta vígi ný frjálshyggjunnar, kannski það eina sem stendur uppi eftir algjört skipbrot stefnunnar. Og nú ætlum við, sem svo illa höfum lent í einkavæðingu og óheftri markaðshyggju, að gangast undir þá kvöð að setja fjöregg okkar í hendur þeirra afla sem munu krefjast enn meiri einkavæðingar og enn eftirlitslausari fjármálamarkaðs!!

Er ekki kominn tími til fyrir mið- og vinstrisinnaða Samfylkingarmenn að segja skilið við íhaldið og mynda nýja ríkissstjórn??? Og stendur tilboð Rússanna ekki ennþá, auk tilboðs Norðmanna og Svía? 


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þjóðin er skelfingu lostin, og treystir ekki manninum sem er að semja fyrir okkur. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.10.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það breytir engu héðan af hvort ný ríkistjórn kemur. Hún er valdalaus þegar og verður það, hver sem vermir stólana.

Ég sé stærra samhengi í þessu öllu.

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fá að lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund

Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF.  Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum fátæktar og skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455526

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband