18.10.2008 | 15:36
Gott hjá Agnesi!
Hún er trú sínum yfirboðurum og dugleg við að finna blóraböggla fyrir stjórnvöld. Ekkert að hérna heima, aðeins einhverjir vondir kallar úti í heimi sem neita að lána okkur meiri pening og því fór sem fór.
En af hverju var Seðlabankinn að leggja undir sig bankana fyrst eignastaða þeirra var meiri en nam skuldum? Af hverju lánaði hann þeim ekki með veð upp í þessar fínu eignir? Vegna þess að hann átti ekki pening til þess??
Vitleysa!! Seðlabankinn var m.a. nýbúinn að taka stærðar lán í þýskum banka (sem lokaði fyrir áframhaldandi lánveitingar til Glitnis) og átti kost á stóru láni frá norrænu seðlabönkunum sem hann taldi sig ekki þurfa - og tók því ekki.
Nei, sökin liggur hér heima, sama hvað Agnes Bragadóttir tautar og raular.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Agnes Braga telur okkur bjána!
Himmalingur, 18.10.2008 kl. 15:56
Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.
Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.