Krafa um vinstri stjórn!

Það er ljóst að almenningur í landinu vill vinstri stjórn eftir frjálshyggjustjórnir síðustu tveggja áratuga. Andúðin á frjálshyggjunni sést best á því að Framsóknarflokkurinn tapar fylgi við þessar aðstæður. Er honum þannig greinilega kennt um að vera samsekur Sjálfsstæðisflokkum um hvernig komið er, þótt hann sé ekki lengur í stjórn.

Þá er einnig ljóst að fólk vill standa vörð um velferðarkerfið sem nú stendur frammi fyrir mikilli hættu. Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn vill jú draga stórlega úr umsvifum ríkisins (les: skera niður velferðina) og halda vöxtum háum, nokkuð sem er reyndar búið að vera hér við lýði og verið að sliga heimilin og framleiðslugreinarnar mörg undanfarin ár.

Það hlálega við tillögur Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins (sem Geir Haarde segir að valdi tímabundnum samdrætti, eða í hálft ár!, meðan allir aðrir tala um margra ára kreppu) er að stefna hans hefur verið stefna þessarar ríkisstjórnar alveg síðan Davíð Oddsson komst til valda.

Hávaxtastefna, draga úr ríkisútgjöldum, lækka skatta á stórefnamenn og braskfyrirtækin, halda genginu háu osfrv. Ekki nema von að skósveinn Davíðs, Geir Haarde, haldi því fram að kröfur IMF verði okkur ekki svo erfiðar. Við erum jú með svo háþróað markaðskerfi fyrir og höfum uppfyllt flest þessi skilyrði fyrir löngu!!!

Já, það er nú sérhver háþróunin! Vegna þessarar efnahagsstefnu er nú allt í kalda koli í okkar samfélagi. Þetta á aðeins eftir að versna ef gengið verður að skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins verður lengur við völd.

Þetta skynja kjósendur og treysta á Samfylkinguna, þrátt fyrir veru hennar í ríkisstjórninni, til að leiða þjóðina út úr ógöngunum.

Ætli margir Samfylkingarmenn séu ekki farnir að sjá eftir því núna að hafa gengið í eina sæng með íhaldinu? 


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband