28.10.2008 | 13:05
Hvað sagði Gylfi fyrir fjórum dögum?
Það er merkilegt að heyra umsnúninginn hjá forseta ASÍ á fáeinum dögum. Þann 24. okt. birtist viðtal við hann á mbl.is þar sem hann kallaði eftir vaxtahækkunum.
Mörgum hefur eflaust þótt skrýtið að heyra slíkt frá forystumanni ASÍ enda þýðir vaxtahækkun aukið atvinnuleysi og aukna verðbólgu sem lendir verst á því fólki sem hann hefur umboð sitt frá, alþýðu landsins.
En þá rifjast upp fyrir mönnum að þessi sami maður sé nú enginn eiginlegur verkalýðsforingi heldur hafi komið að stjórn ASÍ sem skriffinnur. Auk þess man fólk eflaust eftir því að hann stendur fyrir ákveðnum sjónarmiðum innan Samfylkingarinnar sem hingað til hafa þótt vera til hægri þar.
Í áðurnefndu viðtali sagðist Gylfi "lítast vel á það sem hann hefur séð" frá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum og taldi mikilvægast að styrkja krónuna.
Þetta þýðir ofur einfaldlega ákall frá honum um hærri stýrivexti. Hann varð að ósk sinni og einnig þeirri ósk að "það taki sem allra skemmstan tíma að ganga frá formsatriðum í kringum þetta!
Já, ekki byrjar nýr forseti ASÍ vel.
Hefði ekki verið nær fyrir hann að halda sig við hefðbundin verkalýðsmál frekar en að vera að tjá sig um efnahagsmál á þann hátt að líta megi á sem innlegg í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar frekar en einlægan áhuga á kjörum verkafólks?
ASÍ: Of stórt skref stigið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað studdi ASÍ aðkomu IMF að björguninni, rétt eins og Samtök atvinnulífsins, Verslunarráð, nær allir hagfræðingar landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og seðlabankar nágrannaríkja okkar. Ástæðan er einfaldlega sú að það var enginn annar kostur í stöðunni. Áætlun Seðlbankans sem bankastjóri kynnti þjóðinni í frægu þriðjudagsviðtali strandaði algerlega daginn eftir og við tók ráðleysi sem frysti algerlega gjaldeyrismarkaði og var að brenna upp eigur. Framundan var ekkert nema gjaldeyrisskortur og þar með vöruskortur, algert þrot fjölda fyrirtækja, óðaverðbólga og atvinnuleysi.
Vandræði Gylfa eru ekki meiri en vandræði Samtaka atvinnulífsins eða allra hinna. Við eigum öll í vandræðum og mixtúran getur verið afar bragðvond en því fyrr sem við sjáum vexti fara niður aftur því betra.
Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.