Af hverju var ekki hægt að segja okkur frá þessu?

Já, þögn stjórnvalda varðandi skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir í kjölfarið, hefur verið æpandi síðustu daga. Nú er fyrsta aðgerðin komin í ljós, hækkun stýrivaxta í 18% eða 3% hærra en þeir voru hæstir áður!

Fyrir nokkrum dögum báru forsætis- og utanríkisráðherrarnir því við að ekki væri hægt að segja frá skilmálum lánsins frá sjóðnum fyrr en framkvæmdastjórnin væri búin að staðfesta hann - og nú eru fyrstu skilmálarnir komnir í ljós áður en stjórn sjóðsins tekur málið fyrir!

Þessi skollaleikur stjórnvalda er auðvitað forkastanlegur og sýnir yfirgengilegan hroka gagnvart almenningi (og lýðræðishugsuninni). Hér er í raun verið að staðfesta og styrkja stefnu Seðlabankans síðustu ára með Davíð Oddsson í broddi fylkingar.

Og hvað þýðir þetta? Áframhaldandi háa vexti til að tryggja stöðu jöklabréfanna svokölluðu sem Björgólfur Guðmundsson hefur sagt með réttu að sé helsta orsök efnahagshrunsins hér á landi.

Við munum áfram þurfa að borga himinháa vexti af útlánunum okkar og að auki borga himinháa innlánsvexti til útlendra aðila sem fjárfesta hér í jöklabréfunum. Þetta kallar áframhaldandi allt of hátt gengi krónunnar og óðaverðbólgu hér.

Sem sé: aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðins gerir aðeins illt verra, viðheldur sama ástandi og ríkt hefur hér undanfarið, og gerir það að verkum að útlendingar geta haldið áfram að blóðmjólka íslenska þjóð.

Enda ekki við öðru að búast. Sjóðurinn er jú hagsmunaaðili alþjóðavæðingarinnar þar sem fjármagnið fær að fljóta um hindrunarlaust og fara ránshendi um þau lönd sem standa höllum fæti.

Til hamingju Ísland með þessa nýju verndara okkar - og með þessa frábæru ríkisstjórn.

En hvað kemur svo næst?


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Næst kemur bylting! Stjórnvöld hafa væntanlega fram yfir áramót til að sættast við þjóð sína og ef það verður ekki gert mun henni verða bylt.

Héðinn Björnsson, 28.10.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fær fjármagnið að fljóta um hindrunarlaust?  Nei, það er verið að hefta það.  Stöðva flæði þess með vaxtahækkunum.  Hærri vextir eiga að stuðla að því að fjármagn hreyfist sem minnst, hægi á framkvæmdum og slíkt.

Hér hefur það valdið því að fjármagn hefur flætt hingað, það heitir "erlend lán," og þau koma hingað því vextir á þeim eru lægri.

Allstaðar í hinum siðmenntaða heimi er verið að reyna að koma fjármagni á hreyfingu.  Ekki hér.

Undarlegt, finnst mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Er ands... hrædd um að þetta sé bara byrjuin á þvi sem þessi samningur við IMF hefur í för með sér. En afhverju heldur folk að stjorn landsins se að deila þessu með landsmönnum!! hafa þeir ekki hingað til gert það sem þeim  sýnist, Puff banalýðveldi.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Skaz

Eins hræðilegt og þetta er þá held ég að maður muni skilja þetta betur ef að við fáum einhverntímann að sjá skilmála IMF, þá kannski sættir maður sig við þetta. Er orðinn ansi pirraður á leyndóinu sem umlykur þessa ríkisstjórn. Segja fólki ekkert nema tilneydd.

Skaz, 28.10.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband