Af hverju sýna fjölmiðlar ekki frá leiknum?

Nú er það svo að Stöð 2 (TV 2) í Noregi sýnir frá öllum leikjum þar en við fáum ekkert af þeim myndum á skjáinn hér heima - þó svo að fjöldinn allur af íslenskum fótboltamönnum spili í Noregi.

Þetta sama á eflaust við um Svíþjóð og Danmörku. Myndir eru til af okkar mönnum þegar þeir eru að skora mörk.

En, ónei, þær berast ekki hingað heim því við höfum ekki áhuga á boltanum á Norðurlöndum heldur einblínum á Bretana, sem eru jú svo góðir við okkur.

Veigar Páll er eflaust vinsælasti leikmaður norsku meistaranna - og loksins kominn í íslenska landsliðið eftir gífurlegra pressu frá almennum knattspyrnuáhugamönnum - en við fáum ekkert að sjá af snilld hans.

Er ekki komi tími til fyrir fjölmiðla að næla sér í myndir úr norska boltanum? Það yrði örugglega mjög vel þegið.

 


mbl.is Veigar skoraði þrennu - Stabæk meistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er snillingur........ ótrúleg frammistaða hjá honum.

sveinbjörn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Veigar Páll brilleraði  í þessum leik sem og í öllum leikjum sem hann hefur spilað þennan sesong (sorry man ekki islanska orðið): Palmi Rafn  ef nafn sem  ég á eftir að fylgjast með í framtíðinni.i  Merkilegt þetta með landslið að hafa hundsað hann svona eins og gert var. Mætti alveg skifta út  Eyð , við eigum marga mjög góða spilara sem spila hér i noreg..

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455537

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband