Þrír nýjir prestar á biskupsstofu!

Það hlýtur að vekja upp spurningar af hverju biskup er að vígja fólk til prestþjónustu við störf sem krefjast engrar slíkrar þjónustu. Tveir af þessum þremur manneskjum sem vígjast nú hafa starfað á biskupsstofu í mörg ár og í sama starfi og þau eru nú vígð til!

Er þetta gert til þess að hækka þau í launum (prestar eru jú með mun hærri laun að því er ég best veit en sérfræðingar á biskupsstofu), eða til þess að koma þeim af launaskrá biskupsstofu og yfir á ríkið (sem hluta af þeim launum presta sem ríkissjóður borgar beint)? 

Hvernig sem það nú er, þá ganga þessar vígslur þvert gegn lútherskum vígslu- og prestsembættisskilningi. Samkvæmt lútherskum kenningum, sem eru bundnar í játningarritum þjóðkirkjunnar, er prestsembættið fyrst og fremst prédikunarembætti. Prestur er sá sem messar reglulega í þar til vígðu húsi. 

Ekkert kemur fram að þeir þrír aðilar sem nú eru vígðir til starfa fyrir Biskupsstofu hafi slíka predikunarskyldu þó svo að þeir séu í einhverjum tengslum við dómkirkjunar á Hólum og í Reykjavík.

Þetta er þriðja uppákoma biskups í þessum mánuði. Fyrstu tvær voru þær að við ættum að sýna hvert öðru umburðarlyndi (les: ekki vera vond við útrásarvíkingana, ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið og seðlabankann) og nú þetta um aukin útgjöld til kirkjunnar á tímum mikilla kreppu í samfélaginu.

Var þetta síðasta sá fórnarkostnaður sem tvær fyrri uppákomur biskups vitna um. Peninga fyrir að þegja og vera sæt(ur)? 

Auk þess má benda á að Kirkjuþing stendur nú yfir. Ef farið er inn á heimasíðu þingsins má sjá að fjöldi erlendra gesta er þar viðstaddir. Í ljósi íslensku fjármálakreppunnar er eðlilegt að spyrja hver borgi kostnað af veru þeirra hér.

Var þeim boðið af íslensku þjóðkirkjunni - og ef svo er - var það nauðsynlegt? Einnig mætti þá spyrja hvað slíkt boð muni kosta.

Um annað bruðl í sambandi við Kirkjuþing nenni ég ekki að ræða núna!


mbl.is Fjögur taka prestvígslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Seifur

Er ekki bara verið að þjóðnýta 2 starfsmenn Biskupsstofu. Sýnist á öllu að bæði verkefnasjóri vefmála og upplýsingafulltrúi þeirra verði í sama starfi en í boði ríkisins og því sparist 10.000.000 kr í rekstri Biskupsstofu.

En svona í auka, Hefði ekki valnefnd þurft að velja presta í nýju sóknirnar tvær: Vefskíri og Upplýsingaskíri Laugarvegs 31

Seifur, 28.10.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

eða til þess að koma þeim af launaskrá biskupsstofu og yfir á ríkið (sem hluta af þeim launum presta sem ríkissjóður borgar beint)

Er þetta ekki einfaldlega málið?

Svo er hugsanlegt að senda eigi þau í leik- og grunnskóla að boða drottins orð af og til.

Matthías Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Seifur

Er ekki búið að presta einhverja aðra upp til að stunda trúboð í skólum og leikskólum. Um daginn kom sonur félaga míns með nýja testamentið heim úr skólanum. Það gladdi félaga minn ótrúlega að þurfa að borga gíróseðil uppá ca 6000 kr fyrir námsgögnum í skólanum og en samt er hægt að spælsa trúboði frítt á börnin. Eða hitt að hann hafi kannski verið að borga fyrir nýja testamenntið með þessum 6000 kr ?

Einnig kvartaði hann yfir að barnið hans hefði verið boðið í félagsheimili í skólanum sínum og hann kom svekktur heim því það komu ekkki 30 krakkar. Málið er að ef krakkarnir geta smalað saman 30 krakka hóp til að mæta þá fá allir ókeypis pizzu. Þetta var KFUM og K. Það eru allavega til pizzupeningar til að kaupa börnin til trúar með matarást.

Vegir kirkjunnar eru órannsakanlegir.... eða var það óforskammarlegir, man aldrei hvort.

Seifur, 28.10.2008 kl. 21:10

4 identicon

Glæpastarfssemi og ekkert annað ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 459965

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband