Hálft ár sagði Geir fyrir nokkrum dögum!!

Já, Geir er greinilega opinskárri við erlenda fréttamenn en innlenda, eða kannski bara hreinskilnari?

Hann sagði jú á blaðamannafundi, þegar sagt var frá samningnum við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn, að öldudalurinn stæði í hálft ár -  nokkuð sem hagfræðingar töldu ólíklegt og töluðu um amk tveggja ára kreppu.

Nú talar hann um fimm ár. Þetta er auðvitað athyglisvert í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún - og hann sjálfur - tala um tímabundna hækkun stýrivaxta.

Við eigum eftir að sjá hversu tímabundin sú hækkun verður en ljóst er af öllu að Seðlabankinn vill hafa vextina sem hæsta sem lengst - og virðist ráða öllum um það.

Nú eru allir hagfræðingar, nema Seðlabankans, sammála um að háir stýrivextir kalla á meiri verðbólgu (vextirnir fari beint út í verðlagið) og bent hefur verið á að alls staðar í kringum okkur sé verið að lækka vexti, ekki hækka (nema hér). Þá hafa virtustu hagfræðingar sagt að munur á stýrivöxtum hér og erlendis megi ekki vera hærri en sem nemur 3-4% en með hækkuninni er munurinn orðinn 10%!!!

Já, svo laug Geir því óhikað að vaxtahækkunin hafi verið gerð að kröfu Aþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins og Árni Matthíasson tók undir það. Þökk sé Ingibjörgu Sólrúnu þá er búið að leiðrétta það. Hækkunin var algjörlega ákvörðun Seðlabankans og hans eins.

Er ekki kominn tími til þess að ráðamenn hætti að ljúga að þjóðinni - og draga þá til ábyrgðar á þessum lygum sínum?

 


mbl.is Geir sagður óttast fimm ára bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarft að lesa betur um hvað fréttin snýst.

Þar segir að hann óttist að Ísland fari 5 ár aftur í tímann en ekki að þetta tæki 5 ár !!!!!

JJ (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þú meinar auðvitað að það taki aðeins hálft ár að redda þessu fimm ára back to the past, eða hvað?

Torfi Kristján Stefánsson, 29.10.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 460052

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband