2.11.2008 | 13:17
Jón Ásgeir enn og aftur að kaupa af sjálfum sér!
Þetta er enn ein ótrúlega fréttin - og af fjölmiðli sem er að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs! Það er því ekki nema von að farið er silkihöndum um þennan gjörning í þessari frétt.
Ekkert er spurt hvar þetta nýstofnaða félag Jóns Ásgeirs hafi fengið þennan hálfan annan milljarð til kaupanna (lánaði einhver bankanna þennan pening?), hvort kaupverðið sé eðlilegt eða ekki né hvort kaupin standist samkeppnislög (samkeppniseftirlitið eru jú enn til er það ekki?).
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fjölmiðlafólki síðustu misserin. Það hefur hvert á fætur öðru ráðið sig hjá ríkisbubbunum og stórfyrirtækjunum, sem einhvers konar upplýsingafulltrúar eða talsmenn fyrirtækja og/eða eigendanna. Mér finnst eðlilegt að líta svo á að þarna eru ríkisbubbarnir að launa fjölmiðlafólkinu silkihanskana á undanförnum árum.
Þannig að sök fjölmiðla á efnahagshruninu er mikil - og af þessari frétt að dæma hafa þeir ekkert lært af eigin mistökum.
Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála, þetta hlýtur að vera furðufrétt dagsins á Bylgjunni, æj já, Jón Ásgeir á auðvitað Bylgjuna...
Helgi Már (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:29
Stoppum þessa vitleysu og verslum ekki við fjárglæframenn.
IHG
Ingvar, 2.11.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.