Höggdofa?

Þetta orð, höggdofa, virðist vera að komast í tísku hér á landi (prófið bara að googla það!). Mig minnir að þetta hafi heitið "agndofa" hér áður fyrr.

En það er ástæða til þess að  fagna því að íslenskir stjórnmálamenn, sérstaklega þeir sem eru miðju- og hægrimenn, eru farnir að sjá hvernig Vesturlönd misnota hryðjuverkalögin. Það er ekki aðeins Landsbankinn, Súdan og Norður Kórea(!) á þessum hryðjuverkalista heldur einnig ríki eins og Hvíta-Rússland, Íran og Zimbabve.

Ég man ekki til þess að neitt þessara ríkja hafi gert sig seka um hryðjuverk svo ljóst er að hér er verið að misnota hryðjuverkalögin að yfirskyni til að koma höggi á ríki sem einhverja hluta vegna eru breskum stjórnvöldum (og vestrænum yfirvöldum) ekki þóknanleg. 

Þetta er auðvitað gert mjög víða, þ.e. að misnota hryðjuverkalögin, en fyrst þegar við lendum í þessari misnotkun sjálf þá er risið upp til mótmæla.

Nú fyrir skömmu var Ísland í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fór mikla sneypuför. Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, sagði í því sambandi að vandamál Íslands væri að það vantaði ákveðna stefnu ríkisins - og því hafi farið sem fór.

Segja má að þar hafi Brundtland farið fínt í það að gefa í skyn að Íslendingar væru eingöngu taglhnýtingar Bandaríkjanna og Breta. Svo þegar ofbeldi þessara þjóða lendir á okkur sjálfum, þá verða mótmælin mjög hjáróma.


mbl.is Víða fjallað um deilu Breta og Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta hét að vera agndofa hér áður og fyrr. Þetta  orð er nýlegt og á uppruna sinn í Iðnskólanum þegar Sverrir Sigurðsson höfundur bílabókarinnar byrjaði að nota orðið höggdeyfir og  höggdeyfður.  Einhverjir iðnskólapiltar hafa líklega farið að galgopast með þessum afleiðingum.

Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: H G

Halló!    Ég er sammála meginefni pistilsins. Þið eruð hinsvegar ekki á réttu róli er gagnrýnið orð þýðandans,  höggdofa, sem nýyrði!!    Höggdofa er engu meira nýyrði í íslensku en agndofa og forviða.  Höggdofa þykir mér aukin heldur skýrarast þessara þriggja orða. - Flettið orðabók ef eruð vantrúa. Ekki að nýyrði séu bönnuð!   

H G, 2.11.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: H G

Sigurður!    Eftirá að hyggja: - í/á bílum eru fjaðir, reimar, stýri, sæti, geymar og hjól -  svo má lengi upp telja.       Notkun framangreindra orða í málinu er, e.t.v., runnin frá Iðnskólunum?      Allt í ganni!- Bless!

H G, 2.11.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455597

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband