7.11.2008 | 07:27
Trúnaðarmál?
Enn einu sinni færa íslensk stjórnvöld þegna sína á bak við ljósið, upplýsa okkur ekki um mál sem varðar þjóðina miklu. Og enn og aftur kemur þessi leynd frá forsætisráðuneytinu. Aðstoðarkona Geirs Haarde segir samskipti stjórnvalda og Eftirlitsstofnunar EFTa vera trúnaðarmál.
En þessi "trúnaður" virðist ekki vera settur sem skilyrði af hálfu ESA og/eða stjórnarformaðurinn stofnunarinnar hafi ekki vitað af honum.
Í viðtali við hann kemur nefnilega fram hvað málið varðar. Að sögn hans eru það einkum tvö mál sem Eftirlitsstofnunin vill fá nánari skýringar á frá íslenskum stjórnvöldum. Annað þeirra snúi að innistæðum sparifjáreigenda í íslenskum bönkum og jafnræðis milli þeirra, burtséð frá því í hvaða landi sparnaður þeirra var geymdur.
Þetta þýðir einfaldlega að breskir innistæðueigendur í Icesave-reikningunum eigi rétt á sömu meðhöndlun og íslenskir sparifjáreigendur eigi hér á landi.
Þannig að fyrst borgað er út það sem menn eiga í íslensku bönkunum hér á landi þá verður að gera slíkt hið sama í Bretlandi. Þar er það einnig íslenskur banki sem á í hlut.
Ástæðan er jafnræðisreglan sem gildir um viðskipti í löndum sem tilheyra EFTA og ESB (þ.e. innri markaði Evrópusambandsins). Þannig er enn og aftur að koma í ljós að íslenska ríkið verður að greiða eigendum innistæðureikninganna í Icesave, sama hvað Geir talar nú digurbaralega um kúgun (og fleiri um fjárkúgun) og talpípa hans reynir að fela þá staðreynd.
En hvernig er það eiginlega? Er ekki margoft búið að fullyrða við okkur, fávísan almenning, að eignir Landsbankans ytra (og þá væntanlega sjóðirnir þar sem sparnaður Bretanna er geymdur) standi fyllilega undir þessu útborgunum úr Icesave-reiknunum? Hvað er þá vandamálið????
Eða var það bara enn ein lygin sem okkur er boðið upp á í þessari sjálfsköpuðu bankakreppu?
Eftirlitsstofnun EFTA spyr um neyðarlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað þessi EES samningur marglofaði er að koma hryllilega í bakið á okkur og hvað FJÓRFRELSIÐ er tvéggjað sverð.
Sérstaklega vegna þess að lagabálkarnir og reglurnar eru svo flóknar að almenningur og meira að segja ráðamenn eru í þvílíkum vandræðum með að skilja allt regluverkið. Þess vegna fer svona af því að það ekki orðið á færi neinna nema sérfræðinga sjálfs regluverksins að skilja FRUMSKÓGJINN ! Menn sjá aldrei allan skógjinn fyrir trjánum.
Það er ekki búandi við svona endemis rugl-kerfi !
Er það virkilega þetta sem við viljum. Ég segi NEI !
Getur verið að nú verði það ömurleg örlög okkar að nú verði það sjálft regluverk ESB dómstólsins sem dæmi okkur sem þjóð til að greiða Bretum allt andvirði ICESAVE ruglsins, samtals eitthvað yfir 900 milljarða íslenskra króna. Þvílík snilld yrði það fyrir börnin okkar og barnabörnin og okkar fámennu þjóð að bera.
Jón Baldvin Hannibalsson ætti nú að fara að hætta að hæla sér fyrir að hafa í ölæði skrifað undir þennan fjandans EES samning, við þetta BANDALAG ANDSKOTANS eins og ég kalla EVRÓPUSAMBANDIÐ alltaf !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:09
Ég veit nú ekki hvort þú getir kennt EES samningnum um þetta. Er það ekki dálítið langsótt? Er ekki nær að kenna fjármálaeftirlitinu um?
Það leyfði jú Landsbankanum að stofna þessa reikninga í Bretlandi, með íslenskri ríkisábyrgð, vitandi um þessa jafnræðisreglu og að hún gilti einnig fyrir okkur.
Ef þú vilt fara aftur í tímann þá er eðlilegast að kenna einkavæðingu bankanna um þetta allt saman - og að lkeyfa þeim að þenjast svona í skjóli ábyrgðar íslenska ríkisins.
Hitt atriði sem Eftirlitsstofnun EFTa spurði um, og talsmaður Geirs Haarde neitaði að upplýsa blaðamann um, var yfirtaka íslenska ríkisins á íslensku bönkunum. Þar með tel ég víst að ríkið hafi skuldbundið sig til að taka á sig allrar syndir bankanna. Þða nýjast er að þeir (bankarnir) hafa greitt út úr peningarsjóðum sínum með skattpeningum landsmanna. Hversu þá hledur hefur ríkið þá ekki skuldbundið sig til að borga af sparifjárreikningum vegna Icesave?
Ég held að við verðum að leita að sökudólgi í núinu. Af nógu er þar að taka. Ég legg til að Jónas Jónsson hjá Fjármálaeftirlitinu verði fyrstur látinn taka pokann sinn - og síðan Seðlabankastjórninn eins og hún leggur sig sig. síðan er komið að ríkisstjórninni, ekki síst bankamálaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Torfi Kristján Stefánsson, 7.11.2008 kl. 10:01
Ég veit nú ekki hvort þú getir kennt EES samningnum um þetta. Er það ekki dálítið langsótt? Er ekki nær að kenna fjármálaeftirlitinu um?
Það leyfði jú Landsbankanum að stofna þessa reikninga í Bretlandi, með íslenskri ríkisábyrgð, vitandi um þessa jafnræðisreglu og að hún gilti einnig fyrir okkur.
Ef þú vilt fara aftur í tímann þá er eðlilegast að kenna einkavæðingu bankanna um þetta allt saman - og að leyfa þeim að þenjast svona út í skjóli ábyrgðar íslenska ríkisins.
Hitt atriði sem Eftirlitsstofnun EFTA spurði um, og talsmaður Geirs Haarde neitaði að upplýsa blaðamann um, var yfirtaka íslenska ríkisins á íslensku bönkunum. Þar með tel ég víst að ríkið hafi skuldbundið sig til að taka á sig allrar syndir bankanna. Það nýjasta er að þeir (bankarnir) hafa greitt út úr peningarsjóðum sínum með skattpeningum landsmanna. Hversu þá heldur hefur ríkið þá ekki skuldbundið sig til að borga af sparifjárreikningum vegna Icesave?
Ég held að við verðum að leita að sökudólgi í núinu. Af nógu er þar að taka. Ég legg til að Jónas Jónsson hjá Fjármálaeftirlitinu verði fyrstur látinn taka pokann sinn - og síðan Seðlabankastjórninn eins og hún leggur sig sig. Síðan er komið að ríkisstjórninni, ekki síst bankamálaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Torfi Kristján Stefánsson, 7.11.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.