Forsætisráðherra í afneitun!

Fréttir af viðskiptum ráðamanna þjóðarinnar við IMF eru vægast sagt misvísandi þessa dagana. Forsætisráðherra hefur nú þrívegis gefið upp dagsetningar um hvenær lánsumsókn okkar verði tekin fyrir og í sérhvert sinn orðið uppvís að röngum upplýsingum.

Þá hefur verið fullyrt að ástæðan þessarar ítrekuðu "frestana" sé krafa Hollendinga og Breta um að lánið verði ekki afgreitt fyrr en að gengið hafi verið frá IceSave-reikningunum. 

Og nú heyrist frá Finnum að það vanti ítarlegri upplýsingar frá Íslendingum til að hægt sé að taka málið fyrir!

Þetta er auðvitað meira en kappnóg til að æra óstöðugan. En til að bæta gráu ofan á svart heyrist nú úr herbúðum forsætisráðherra að hann hafi ekki hugmynd um af hverju málið sé ekki tekið fyrir!!

Ástæðan virðist vera sú að formleg umsókn frá ríkisstjórninni hafi aldrei borist sjóðnum!!! Þetta er a.m.k. fullyrt í frétt á visir.is í morgun.

Mér er því spurn. Var forsætisráðherra að segja okkur ósatt þegar hann fullyrti að málið yrði tekið fyrir á þriðjudaginn var, svo á síðasta föstudag og nú síðast í gær, mánudag ... eða í þessari viku??

Eða er hann að segja okkur ósatt núna?

Er nema von að þessi maður sé rúinn trausti þjóðarinnar nú um stundir (sama hvað meira hálfsmánaðagömul skoðanakönnun segir)?

Er ekki löngu kominn tími til að skipta um mann í brúnni? 


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er Ilkka Kajaste orðinn fjölmiðla-fulltrúi fyrir Gordon Brown ? Af orðum hans að dæma virðist svo vera, nema hann vanti bara Finnska þýðingu á gögnum Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins.

Annars eru Finnar ekkert inni í Norræna lánapakkanum. Þeir eiga meira sameiginlegt með mongólum Asíu en Norrænum þjóðum. Þeir ættu að halda áfram að hjúfra sig þétt upp að hinum Bretsku vinum sínum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband