Er ekki nær að Valgerður segi af sér?

Sök Bjarna er einungis það að hafa áframsent bréf sem aðrir skrifa (er því ekki nafnlaust) - og er þannig harmlaust í sjálfu sér.

Valgerður hins vegar var einn helsti hvatamaður þess að bankarnir voru einkavæddir og látnir eftirlitslausir í kerfinu alla hennar tíð sem ráðherra. Tjónið af þessum verknaði er þannig þúsundfalt meira en einhver klaufaskapur í Bjarna Harðar. Því ætti Valgerður Sverrisdóttir en ekki hann að segja af sér þingmennsku.

Svo held ég að það sé best fyrir alla að hún láti af öllum áætlunum um að verða formaður Framsóknarflokksins. Tími einka(vina)væðingarinnar er ekki kominn, hann er löngu liðinn.


mbl.is Bjarni íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mikill er máttur Valgerðar, - ég segi nú ekki annað.  Ef Valgerður á að segja af sér vegna þessara mála hvað á þá Sjálfsæðisflokkurinn að gera í heild sinni?  

Sjálfstæðisflokkurinn er arkitektinn af öllu þessu plotti (einkavæðing og sölu ríkiseigna), þó það hafi komið hlut Valgerðar að skrifa undir samninginn.  Sjálfstæðisflokkurinn ber einn og óstuddur ábyrgð á þessari kreppu, sem land og þjóð er í. 

Benedikt V. Warén, 11.11.2008 kl. 09:48

2 identicon

Ég verð nú að segja Benedikt, að ábyrgð Framsóknar er svo ótrulega stór og þá sérstaklega Valgerðar og Halldórs því eins og allir vita þá gat Sjálfstæðisflokkurinn þetta aldrei einn og óstuddur... Svo er það nú þannig að það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess að sjálfur ráðherra bankamála hafi eitthvert vit og skoðun á sínum málaflokki en skrifi ekki bara undir eins og einhver maskína... eða hvað?

Hjalti (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 455406

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband