11.11.2008 | 12:39
Nú hlakkar í Valgerði
Í hádegisfréttum á Stöð 2 nú rétt áðan hlakkaði heldur betur í Valgerði vegna ófara Bjarna Harðarsonar. Svo virðist sem hún haldi að leiðin í formannsstólinn sé núna greið.
Varla verðar aumleg viðbrögð Guðna til að draga úr vonum hennar - og slakt af formanninum að verja ekki einn helsta stuðningsmann sinn.
Nú er bara að vona að Bjarni komi í fjölmiðla og opni augum manna fyrir plotti Valgerðar og hennar liðs til að komast til æðstu valda í flokknum.
Einungis þannig getur hann bætt úr mistökum sínum - þ.e. að segja af sér þingmennsku fyrir smávægilegar sakir og opna þannig greiða leið fyrir Valgerði og öðrum liðsmönnum hins frjálsa markaðar til valda innan Framsóknarflokksins.
Ef Valgerður og hægri armur Framsóknarflokksins sigrar þessa rimmu þá er borin von um vinstri stjórn hér á landi - og þýðir einungis áframhaldandi stjórn nýfrjálshyggjunnar hér á landi.
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú bara vonandi að Valgerður komist til valda í framsóknarflokknum því þá verður þetta flokksskrípi loksins endanlega úr sögunni og Ísland verður betra land á eftir. Væri reyndar allra best ef flokkurinn þurrkaðist út án þess að hún komist fyrst til valda, enda er hún tvímælalaust mislukkaðasti (eiginhagsmuna)pólitíkus síðari ára og sennilega það andlit Íslands sem ber mesta áburgð á einkavinavæðingunni og ástandinu sem er á Íslandi í dag.
Hjalti (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.