Kjósa strax í janúar

Mér fannst slagorð Harðar Torfasonar alltof lin, þegar hann fær fólkið með sér í því að heimta kosningar í vor.

Það er auðvitað eðlilegast og sjálfsagðast að  kjósa sem allra fyrst þannig að þjóðin fái að velja það fólk sem það vill að leiði hana út úr kreppunni og stjórni uppbyggingarstarfinu.

Það er hlálegt að láta það fólk sem hefur keyrt samfélagið í kaf, sjá um að koma því á flot á ný. Það treystir þeim nefnilega enginn til að láta byrðarnar koma réttlátlega niður á fólk. Flestir telja að stjórnvöld muni sjá til þess að þeir, sem bera mesta ábyrgð á hruninu, muni enn á ný fá að stjórna fjármálalífi landsins.

Ef stjórnvöld virkilega vilja sátt við almenning þá ber ríkisstjórninni að sjálfsögðu að segja af sér sem allra fyrst og boða til nýrra kosninga. Ný forystu mun síðan taka af skarið og hreinsa til í kerfinu eins og ástæða þykir og hún fær umboð til.


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að ekki sé betra að fari fram prófkjör fyrst, ég er ósáttur við ríkisstjórnina og vill ekki kjósa sömu menn ( og konur ) inn aftur.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Prófkjör í desember og kosningar í janúar. Er ekki nógur tími til þess?

Amk er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sama fólk og fór með allt í gröfina fá tíma til að moka yfir hana líka.

Torfi Kristján Stefánsson, 16.11.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 49
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 459219

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 274
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband