Leynivopn Davíðs?

Merkilegt hve fjölmiðlar eru í raun hrifinir af kallinum, sama hversu mikið hann er með niðrum sig þá og þá stundina.

Nú síðast virðist sem dulbúin hótun liggi í orðum Davíðs þegar hann fjallar um ástæðu þess að hrryðjuverkalög voru sett á Landsbankann á Bretlandi.

Eða hvernig á að lesa þessi orð hans "mér er kunnugt um hvað í raun réði afstöðu breskra yfirvalda"?

Hann segist ennfremur ekki óttast neitt þau ummæli sem hann lét falla í frægum Kastljósþætti, "við borgum ekki", því hann viti hvað það var sem gerði Bretanna svona reiða.

Þá er auðvitað spurning hvort þetta sé síðasta hálmstrá Davíðs til að forðast brottrekstur: hótun um að kjafta frá hver raunveruleg ástæðan var?

Óvenjulegt að íslenskur toppembættismaður sé með svona hótanir í garð ríkisstjórnarinnar, sérstaklega í ljósi þess að hann situr í skjóli hennar.


mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband