Einmitt það sem maður óttaðist

Sem kunnugt er fengu "ríkisbankarnir" þrír 200 milljarða króna til að borga úr skuldabréf í peningamarkaðssjóðum. Í fjölmiðlum komu fram sorglegar fréttir af eldri hjónum sem fengu aðeins 85% borgað af innistæðu sinni, ævisparnaðinum!

Aldrei var fjallað um það hverjir áttu flest þessara skuldabréfa. Nú er það hinsvegar komið í ljós, þ.e. að stærstu svikamyllur landsins sem skulda bönkunum allt upp í þúsund milljarða króna, fengu þessa peninga á silfurfati! Ekki nema von að Jón Ásgeir gat pungað fram 150 milljónum sí svona í nýtt skúffufyrirtæki til að halda 40% hlut í Árvakri.

Hvernig getur það verið að bankar greiði skuldurum sínum út af verðlausum reikningum þeirra? Hefði ekki verið nær að taka þennan pening upp í skuldirnar?

Ástæðan getur ekki verið önnur en sú að enn eru sömu stjórnendur við völd í bönkunum og voru þegar skuldararnir voru helstu eigendur bankanna.

En hvar er þá eftirlit ríkisins með peningum landsmanna, 200 milljörðunum, sem fóru í þessa hít? Voru þeir settir í bankanna án nokkurs eftirlits, eða þeim ráðstafað með fullu samþykki fulltrúa Fjármálaeftirlitsins? Það er sama hvort svarið er, vinnubrögðin eru jú jafn forkastanleg

Og hvaðan fengu Byr og Spron peninga til að greiða gæðingum sínum verðlausu skuldabréfin? Það hefur ekki enn komið fram, en eins og allir vita þá eru þessir sparisjóðir tæknilega gjaldþrota.

Sem dæmi um skandalinn hvað Byr varðar þá á fjármálaráðherra stóran hlut í Byr. Því er það fortakslaust ef Byr hefur fengið peninga að láni frá ríkinu. Ráðherra hefur þurft að víkja fyrir minni hagsmunatengsl en þessi.

Fyrst staðið er svona að málum af hálfu stjórnvalda meira að segja nú þegar bankarnir eru komnir í umsjón ríkisins, þá hlýtur fólk að spyrja sig hvað gerist þegar lánin frá IMF og Norðurlöndunum koma hér inn í íslenska hagkerfið.

Verður þeim spreðað út á sama hátt og gert var við 200 milljarðana? Fá þá Stoðir, Exista, Samson, Straumur-Burðarás, og hvað þessar svikamyllur heita allar, ótakmarkaða aðgengi að þessu fé án nokkurra skilyrða um að borga upp skuldir sínar?

Ég er ansi hræddur um að svo geti farið og að þeir peningar fari eins fljótt út úr íslenska hagkerfinu og þeir komu (lendi á Cayman-eyjum rétt eins og stór hluti 200 milljarðanna).

Eftir stöndum við, íslenskur almenningur, enn verr en áður með himinháa vexti og þar með fjármagnskostnað, óyfirstíganlegar skuldir, atvinnuleysi og örbirgð.

Er ekki kominn tími til að losa sig við þessi skoffín sem sitja við stjórnvölinn? 

Munið eftir Austurvelli á laugardaginn! 


mbl.is Verðlítil skuldabréf í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband