23.11.2008 | 11:19
Betri fréttir erlendis frá!
Það er furðulegt að þurfa sí og æ að lesa erlenda fjölmiðla til að fá nákvæmar fréttir af gangi mála hér uppi á skerinu. Nú fáum við að vita frá BBC að fimm manns hafi þurft að fara á sjúkrahús eftir piparúðaárás lögreglunnar í gær!
Í Politiken er einnig sagt frá þessu og þar talað um að margir mótmælendur hafi þurft að leita sér aðstoðar: "Flere af demonstranterne er blevet såret og sendt til hospitalet".
Í fréttunum hér heima í gær var lítið sem ekkert sagt frá þessu, nema að sjónvarpstökumaður Stöðvar 2 og móðir piltsins hafi þurft að fara á sjúkrahús. Ekkert meira.
Annars er allur fréttaflutningur af þessum átökum hinn furðulegasti, ekki síst viðtalið við lögreglustjórann, sem komst upp með það að ljúga þjóðina fulla, án nokkurra athugasemda fréttamannsins.
Stefán Eiríksson hélt því m.a. fram að pilturinn hafi verið handtekinn vegna skuldar - og fyrir að hafa hunsað kvaðningu vegna hennar. Fyrr um daginn hafði Eva Hauksdóttir, móðir piltsins, bloggað um það að þetta væri ekki rétt. Pilturinn hefði enga kvaðningu fengið vegna þessarar "skuldar" og engin tilkynning hefði borist henni heldur. Þetta útspil lögreglunnar var þannig greinilega léleg eftirátilraun til að réttlæta ólöglega handtöku drengsins.
Framkoma lögreglunnar er reyndar með eindæmum í þessu máli. Fyrir það fyrsta að handtaka viðkomandi eftir skyndilegri ábendingu starfsmanna Alþingis, án nokkurrar heimildar! Var þetta virkilega svona mikil vanvirðing við Alþingi, að sá sem dróg Bónusfánann að hún á þaki hússins skuli leyfa sér að heimsækja þessa virðulegu stofnun stuttu eftir "glæpinn"?
Og tímasetningin gat ekki verið verri! Kvöldið áður en enn einn mótmælafundurinn á Austurvelli var haldinn. Við hverju bjóst lögreglan eiginlega?
Og hvar var norski hernaðarráðgjafinn? Löggan hefur jú hingað til haft vit á því að vera nánast ósýnileg en nú hafði hún gripið einhvern vinsælasta mótmælandann og það degi fyrir Stóra mótmæladaginn!
Eina vitið í stöðinni hefði auðvitað verið að sleppa manninum rétt fyrir fundinn því það var vitað mál að vinir hans myndu nota tímann til að skipuleggja mótmæli - og aðstæðurnar til að fá fjölda fólks með sér upp á Hlemm. Þarna var meira að segja gamlir menntaskólakennarar á eftirlaunum sem hrópuðu: "Inn með Geir (ekki Jón, heldur Haarde), út með Hauk"!!
Það var gleðilegt að drengnum var sleppt en kostnaðurinn var stór. Brotnar rúður, fólk á sjúkrahús, lygar lögreglustjóra, vanhæfni fjölmiðla.
Vonandi þurfum við ekki að horfa upp á fleiri svona óþarfa uppákomur á næstunni.
Sagt frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 42
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 291
- Frá upphafi: 459212
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 267
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fyrst og fremst tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi segir lögreglan oft allt aðra hluti við innlenda og erlenda miðla ef marka má það sem við sjáum birtast erlendis. Í öðru lagi þurfa erlendir miðlar ekki að sæta neinni ábyrgð ef þeir segja rangt frá. Það kemur engin leiðrétting, það þarf enginn að taka við símtali frá lögreglustjóra - þeir halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ef RÚV færi t.d. með einhverja vitleysu í loftið myndu afleiðingarnar vera miklar og varanlegar, því er eðlilegt að fara varlega og treysta frekar því sem lögreglan segir en einhverju skeyti frá Reuters sem segir að ónefndur talsmaður lögreglunnar hafi haldið einhverju fram. Þessi ónefndi talsmaður fynnst nefninlega aldrei og virðist ekki tala mikið við innlenda miðla ;)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:58
Með: "Í fyrsta lagi segir lögreglan oft allt aðra hluti við innlenda og erlenda miðla ef marka má það sem við sjáum birtast erlendis." - þá gæti það líka verið munurinn á því að hverju erlendir fjölmiðlar spyrja viðmælendur sína. Oft finnst manni fréttamennirnir hérna heima ekki skilja um hvað viðfangsefnið er, og er bara sent á staðinn til að segja frá hvað gerðist þar en ekki skýra frá því.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 23.11.2008 kl. 12:21
"Vinsælasta mótmælandann"?? Snýst þetta þá um athygli eftir allt?
Örn Arnarson, 23.11.2008 kl. 12:23
Mér finnst þó ótrúlega gott að sjá að danskir blaðamenn hafa ákveðið að sniðganga íslenska fjölmiðla upplýsingar og tala beint við sendiherrann í staðinn. Síðastu helgi var greint frá mótmælunum í Danmörku. Þar var fréttaskeyti frá Íslandi grunnurinn að fréttinni. Þar kom fram að þessi laugardagssamkoma var bara mótmæli íslendinga við alþjóða fjármálakrísunni!!!!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.