Ekki bara handtakan!

Það er ekki aðeins handtakan á Hauki Hilmarssyni sem var illa tímasett og úr takti við aðstæður heldur einnig viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum við lögreglustöðina á Hlemmi.

Myndin fræga af 16 ára stelpunni sem var fyrir piparúða (eða réttara sagt piparbunu) lögreglunnar er nú komin í fjölmiðla í útlöndum. Danska blaðið Politiken birtir myndina í umfjöllun um atburðinn og leggur í fréttinni áherslu á að mótmælendur hafi ekki verið varaðir við (Gas, gas, gas-hrópandi löggan frá í sumar var því ekki eins vitlaus og af var látið).

Sjá http://politiken.dk/udland/article601755.ece 

Svo virðist sem lögreglan hafi ekki farið eftir eigin reglum þegar hún sprautaði piparóþverranum yfir fólk. Einnig má segja að það að ræða ekki við mannskapinn, heldur fela sig á bak við læstar dyr, hafi verið mikil taktísk mistök lögreglunnar.

Hún á greinilega enn mikið lært varðandi rétt viðbrögð við mótmælum, sem eflaust eiga frekar eftir að aukast en hitt.

Eitt dæmi þess hversu illa lögreglan stendur sig er það, að hvergi er að finna varnaðarorð um hvernig fólk eigi að bregðast við þegar það fær slíkan úða framan í sig.

Danska lögreglan hefur hins vegar gefið út slíkar leiðbeiningar sem ég birti hér óþýddar (það læra jú allir dönsku í skóla):

 

Øjenkrampe: Efter cirka ét sekund er det umuligt at holde øjnene åbne. Det gælder, selv hvis personen havde øjnene lukket under påvirkningen. Før eller siden vil øjet blinke, og væsken vil få kontakt med øjet. Ubehandlet vil virkningen vare 40 minutter, og der vil være udtalt lysfølsomhed i 120 minutter.

Hudsvien: Kort efter påvirkningen opleves en kraftig svien og brændende fornemmelse på huden. En varm og svedig person vil opleve virkningen væsentlig forstærket i forhold til en person, der påføres stoffet i koldt vejr, da hudporerne il være lukkede.

Slimhindeirritation: Umiddelbart efter påvirkningen vil der fra næse og svælg afgives en langtrukken klar slim i større mængder. Personen vil automatisk hoste og spytte.

Luftvejspåvirkning: Hvis påvirkningen er uventet, vil det ikke kunne undgås, at der indåndes chilipeber, hvilket udløser kraftig hoste. Lungerne vil automatisk rense sig, og der hostes voldsomt med hele kroppen i en krampelignende tilstand. Personen vil i de fleste tilfælde krumme sig sammen som en naturlig reaktion.

 

Auk þess má benda á að piparúði þessi er stórhættulegur og stór spurning hvort ekki eigi að banna notkun hans. Danska heilbrigðisstofnunin hefur bent á að í USA hafi margir látist (Amnesty segir um 60 manns) eftir að hafa orðið fyrir úðun, sérstaklega þeir sem voru með asma. Þá eru til skýrslur um að úðinn geti skemmt hornhimnu augans og var það m.a. til umræðu á danska þinginu (upplýsingar frá þáverandi dómsmálaráðherra).

Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að dómsmálaráðherra verði spurður á Alþingi og/eða af fjölmiðlafólki út í notkun þessa tækis og hverjar vinnureglur lögreglunnar séu í raun.

Almenningur hlýtur að eiga kröfu á að vita það, enda á allt að vera svo gagnsætt að mati ráðherrans! 

 

 


mbl.is Handtakan illa tímasett og úr takt við aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Taktískur ósveigjanleiki lögreglunnar var næstum því orðinn mjög dýrkeyptur í fyrradag. Það mátti vera ljóst í hvað stefndi þegar mannfjöldann byrjaði að drífa að lögreglustöðinni um eða upp úr kl. 4. Þá hefðu þeir átt að sleppa Hauki og segja honum að mæta við annað tækifæri til að afplána. Eða að þeir hefðu átt að hringja í forsetann og biðja hann að gefa honum upp sakir.

Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband