Seldi ekki Baldur eftir þennan fund?

Ef ég man rétt þá var það eftir þennan fund sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu seldi hlutabréf sín í Landsbankanum. Ég held að hér þurfi ekki lengur vitnana við. Maðurinn hafði meiri upplýsingar um stöðu bankans en  gengur og gerist um almenning og því mátti hann ekki selja hlutabréfin, samkvæmt lögum um innherjaviðskipti.

Hann gerði það samt sem áður og hlýtur því að þurfa að axla ábyrgð á þeim ólögmæta gjörningi. Eins og menn eflaust vita þá er ekki nóg að hann segi af sér embætti heldur verður að höfða opinbert mál gegn honum, enda getur refsingin við innherjaviðskipti verið allt að sex ára fangelsi.

Nú þegar þetta er skrifað er ljóst að vantrauststillagan á ríkisstjórnina verður felld. Stjórnarliðar virðast ætla að standa saman, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi hálfpartinn verið í stjórnarandstöðu undanfarið.

Ástæðan er sögð sú að ekki sé hægt að skipta um áhöfn í álaginu miðju, eða eitthvað í þá áttina. Stjórnarandstaðan spyr hins vegar um hvaða álag sé verið að tala, því ríkisstjórnin geri ekki neitt.

Stjórnendur nýju bankanna halda áfram því verki sem þeir voru stöðvaðir í í gömlu bönkunum. Skuldararnir fá enn og aftur að ganga í lánasjóði bankanna og allt er hulið bankaleynd, rétt eins og var fyrir bankahrunið. Það er eins og hvítþottur rússneskra mafíupeninga standi enn yfir og nú með fullu samþykki stjórnvalda.

Þetta með Baldur Guðlaugsson er ágætt dæmi um að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt annað en að vernda sig og sína. Hann er jú gamall formaður SUS, dyggur og velalinn þjónn Sjálfstæðisflokksins í kerfinu sem ekki má stugga við. 

Þessi ríkisstjórn virðist meira að segja vera með dómstólana og efnahagsbrotadeild lögreglunnar í vasanum, þó þetta eigi að heita sjálfstæðar stofnanir.

Er nema von að almenningur tali um spillingu og vilji þetta lið burtu með góðu eða illu? 

 


mbl.is Icesave meginefni fundar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins er eitthvað smávegis komið fram í dagsljósið um þennan örlagaríka fund sem viðskiptaráðherrann átti við Mr Darling í London 2. sept 2007. 

Það sorglega er að svarið við fyrirspurn Þingmannsins var líklega ekki allur sannleikurinn og fréttatilkynningin sem gefin var út af okkar manni eftir fundinn sagði söguna trúlega heldur ekki alla.

Ef fréttin er rétt, hafði Viðskiptaráðherra okkar ekki einu sinni rænu á að krota einhverja punkta á minnisblað að samtalinu loknu. Hélt hann að þetta væri  bara kunningjafundur til að spjalla um lífið og tilveruna?

Ef fréttin er rétt finnst mér kannski  tilkynningin frá viðskiptaráðuneytinu  eftir fundinn mesta áhyggjuefnið. Eigum við að trúa því að fyrirsjáanleg vandamál í sambandi við Icesave hafi ekki verið á dagskrá ráðherranna? Er það hugsanlegt að hann hafi ekki treyst okkur til að horfast í augu við Icesave vandann áður en þjóðarskútan strandaði?

Agla (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 455587

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband