Einmitt! Hvað er verið að selja?

Er kannski verið að selja sjálfa bankana, þ.e. einkavæða þá að hluta eða að öllu leyti? Ég sem hélt að skilanefndin ætti að standa vörð um eignir bankanna, ekki sólunda þeim! Og hvert er verðið og hvernig er það fundið út?

Og hverjum er verið að selja? Ekki var gagnsæið mikið þegar 200 milljörðunum var dælt út í bankanna og greiddar út innistæður úr peningamarkaðssjóðunum með þeim. Enginn veit hvert þeir peningar fóru.

Gagnsæið er enn minna nú. Er verið að selja helstu skuldurum bankanna eiginir þeirra - og jafnvel lána þeim fé til kaupanna?

Það eru sífellt fleiri sem kalla eftir afnám bankaleyndar, sem virðist helsta hindrunin fyrir gagnsæi. Bankastjórnirnar bera við bankaleynd og stórskuldaranir hóta lögsókn vegna hennar ef farið sé að rannsaka viðskipti þeirra við bankanna.

Frumskilyrði þess að fólk treysti skilanefndunum og eftirlitsaðilum bankanna er að bankaleyndin verður afnumin.

Enda er hún furðulegt fyrirbæri. Hverju er eiginlega verið að leyna? Að rússneska mafían og aðrar mafíur eigi hér stórfé í bönkunum?


mbl.is Óskað eftir öllum gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segið okkur

Guðrún (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Anna

Ég fékk þær upplýsingar í dag að það er verið að stofna nýja banka með nýrri kennitölu. Glitnir,landsb,Kaupþing. það kom fram á bloggi, að Rússamenn voru í bænum um helgina. þetta er kannski rétt hjá þer að kaupa bankanna. Hvað annað er til SÖLU er það ekki mest all. Hús,bílar,fyrirtæki,stóriðuver,fiskiflotin...

Þeir sem settu allt í skuld eru að selja allt.

Anna , 25.11.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband