Hvítflibbarnir sleppa að venju.

Héraðsdómur er með þessu að senda út sín skilaboð til samfélagsins. Vinur lögfræðinganna, sem þar vinna, er sleppt við gæsluvarðhald, þrátt fyrir að vera sterklega grunaður um að hafa stolið fjórðungi úr milljarði króna.

Á meðan þurftu tvær útlendar konur að sitja í gæsluvarðhaldi í marga daga, önnur þeirra móðir ekki ársgamals barns, vegna þess eins að hafa verið sofandi í húsi einu þar sem átök fóru fram sem leiddu til dauða manns.

Hvað var það við rannsókn málsins sem þessar konur gátu haft neikvæð áhrif á, miðað við þau neikvæðu áhrif sem meintur hvítflibbaglæpamaður getur valdið með að fela slóð sína nú þegar hann gengur laus?

Mér sýnist svarið vera augljóst. Miklu ríkari þörf er á því að meintur stórþjófur sitji í gæsluvarðhaldi en móðir með ungbarn.

Er þetta það sem koma skal í rannsókninni á bankahruninu? Að vægar sé tekið á hvítflibbunum en á saklausu fólki úti í bæ (ekki síst ef það er útlendingar)? Er ekki kominn tími til að hreinsa til í öllu kerfinu?


mbl.is 250 milljónir milli vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki áhyggjur...það VERÐUR hreinsað til hér á landi. Dagurinn nálgast.

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:25

2 identicon

Vá.............hver er greindarvísitalan þín? eða var kannski ekkert til að mæla? Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir neinn, EN MÉR FINNST EKKI HÆGT AÐ LÍKJA ÞESSU Á NEITT HÁTT VIÐ MORÐ OG RANNSÓKN Á ÞVÍ. Eftir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum dó enginn!!!

hissa? (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Greindarvísitalan er óþekkt, enda ekkert að mæla! En þótt ég sé vitlaus og kannski barnalegur líka þá er bragð þá barnið finnur.

Silkihanskarnir á hvítflibbunum er eitt, mig minnir að einn kvenprófessorinn í lagadeild Hí (lærð í Bandaríkjunum), hafi viljað leggja af dóma fyrir brot efnahagslegs eðlis, en ofsóknir íslenskra dómstóla gagnvart útlendingum er annað.

Auðvitað veit ég ekki hversu margir hafa tekið líf sitt vegna gjaldþrots af völdum þjófnaðs hvítflibbanna, enda er bannað að tala opinberlega um sjálfsmorð hér á besta landi allra landa (amk best þangað til nýlega).

Eitt sinn þegar í var ungur las ég bækur um Basil fursta. Ég man alltaf eina meiningu eftir Basil sem ég var og er innilega sammála:

Hann sagðist kunna miklu betur við morðingja en þjófa þar sem morðingjar unnu ódæði sitt oft í stundarbrjálæði (og væru oft annars bestu skinn) en þjófarnir væru skítseiði út í gegn og brutu af sér samkvæmt eðli sínu.

Þetta sama á við hvítflibbana. Þeir eru að mínu mati mjög stórtæk skítskeiði sem þarf að taka úr umferð sem fyrst svo þeir leggi ekki fleiri heimili og fyrirtæki í rúst.

Torfi Kristján Stefánsson, 26.11.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Anna

Svo er lýðræðið og frelsið á Íslandi.

Lögreglan þarf að vera að sýnast vera gera eitthvað. Það er mikill spilling í landinu og hefur verið síðan Greifinnsmálsins. Þá var mikill spilling í réttarkerfi landsins. Og hefur þessi spilling náð tökum sínum síðan þessa máls.

Lögreglan vill nota litlu krimma sem sökudólgana. Ekki stór hvítflibbanna. Svo er borgað undir borðið til þess að sleppa. Þeir borga hvor öðrum. Peningar hafa alltaf talað á Íslandi.

If you got money you will get away with murder.

Anna , 26.11.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband