27.11.2008 | 22:10
Varðhundur nýfrjálshyggjunnar talar!
Auðvitað hlaut Vilhjálmur hinn frjálshuga að gjamma að þessu eins og öðru þegar kemur að því að draga úr "frelsi" braskaranna til að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar að vild sinni.
Í þessu sambandi skal þó bent á að sjálft móðurfélag nýfrjálshyggjunnar í heiminum, Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn, lagði þetta til í skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda! Ljóst er því að Vilhjálmur frjálshugi er kaþólskari en sjálfur páfinn í þessu sambandi!
Og auðvitað hlaut það að vera fyrsta verk Moggans að hlaupa til og spyrja Vilhjálm um álit hans á frumvarpinu!
Ég held að flestir muni þegar hann mótmælti hugmyndum Lilju Mósesdóttur um skatt á gjaldeyrisfærslum og blaðið sá sérstaka ástæðu til að fjalla um "rök" hans í málinu en nefndi Lilju ekki á nafn!
Sem betur fer er nú farið að fjara undan Vilhjálmi hjá Samtökum atvinnulífsins og stærstu samtökin þar inni, Landsamband íslenskra útvegsmanna, á leið þaðan út eftir Evrópuútspil Vilhjálms.
Ég legg hins vegar til að Samtökin einfaldlega sparki manninum, enda gengur hann ekki erinda íslensks atvinnulífs heldur erlendra braskara.
Mun stórskaða viðskiptalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 13
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 262
- Frá upphafi: 459183
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 238
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svona týpa sem vilt þá að við lokum okkur af og eigum engin viðskipti við erlenda aðila? Stundum sjálfsþurftarbúskap og hverfum inn í okkur sjálf? Hundrað kall segir að þú sért ekki búinn að lesa frumvarpið, hafir ekki hundsvit á því hvað það felur í sér, og vitir minna um viðskiptalífið en ég um tónlistarmenningu í fjarlægum sólkerfum. Og þar með að þetta bjánalega raus þitt sé eingöngu og alfarið runnið undan einhverjum undirmálshugsunarhætti sem einkennist af minnimáttarkennd og sótrauðum stalínisma.
Liberal, 27.11.2008 kl. 22:29
Tel þú ættir að lesa svar Vilhjalms aftur, og jafnvel tvisvar, þá er kannski von til að þú gerir þér grein fyrir hversu arfavitlaus lagaseting þetta er. ´Með þessum lögum er verið að færa okkur aftur á tíma hafta. til ca ársins 1963.
Eg veit ekki hversu gamall þú ert, en ef þú er 40 ára eða yngri spurðu þá einhvern sem mann tíma gjaldeyrishaftanna.
haraldurhar, 27.11.2008 kl. 22:30
Sæll Torfi
Þetta er nú í eitt af fáum skiptum sem Villi Egils hefur (hár)rétt fyrir sér. Ég hvet þig til að lesa þetta frumvarp. Þvílíkir kommúnistar! Það sem er verst að öllu er að Seðlabankinn á að stýra því hver fær að kaupa gjaldeyri og hver ekki. Hver fær að lifa og hver ekki. Helvíti verður það gæfulegt. Þarna er sett í lög skilagjald á gjaldeyri!! Hvert erum við komin? Þetta þverbrýtur EES samninginn og í raun alþjóðleg mannréttindi. Það má vel vera að IMF (eins ömurleg og sú stofnun er) hafi sett þetta fram, en mér er nokk sama. BGS og aðrir ráðherrar sem hafa talað með rassgatinu undanfarnar vikur, hafa ekki brainpower í að skilja hvað þeir eru að gera. Sem bitnar á venjulegu fólki eins og mér og þér. Þetta er valdníðsla og færir okkur aftur um ein 30 - 40 ár. Þetta er einfaldlega viðbjóður!
sabbi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:40
Miklir menn eruð vér frjálshyggjumenn! Vér einir höfum vit á fjármálum, vér einir höfum rétt til að braska eins og oss sýnist - og vér einir fáum að gera það eftirlitslaust vegna þess að allur almenningur er svo vitlaus - og á svo sannarlega skilið að vera féflettur.
Eins og ég sagði þá ættuð þið sjálfir að lesa frumvarpið - og ekki síst Vilhjálmur Egilsson - en þar kemur skýrt fram að þetta er hluti af þeim ráðstöfunum sem Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn mælti með.
Þá eru engin höft á almennum gjaldeyrisviðskiptum í þessu frumvarpi, heldur einungis höft á óeðlilegu streymi gjaldeyris úr landinu (vegna krónubréfa og fleira).
En ef þið eru svo mikið á móti "höftum", af hverju mótmælið þið þá ekki umferðalögunum? Þau eru jú höft á "frelsi" manna!
Já, eða lögreglusamþykktum. Það að mega ekki stela eru jú höft á athafnafrelsi manna.
Torfi Kristján Stefánsson, 27.11.2008 kl. 22:43
Þessir menn sem eru að kommentera hér eru greinilega nýkomnir úr löngu fríi í útlöndum. Í millitíðinni fór hagkerfið á hausinn. Og það var ekki vegna handstýringar á gjaldeyrisflutningum. Þetta er einsog með kommúnistana í gamla daga. Þótt þeim væri í mestu vinsemd bent á að kerfið þeirra virkaði hvergi, brugðust þeir ókvæða við og sögðu að það væri ekkert að marka.
Það er eins með frjálshyggju postulana. Samkvæmt þeim þá var bara gerður smá feill. "Næst verður þetta allt öðruvísi". Við hin, vitum að frelsi er nauðsynlegt, en stundum þarf að fara varlega, og við ætlum okkur að koma á frelsi sem stenst ófullkomleika mannskepnunnar. Gefið þessu tvö þrjú ár, og við munum ná áttum aftur og frelsið verður meira. Núna, þarf hins vegar að stöðva vitleysuna tímabundið.
Doddi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:48
Umm... Hverjum datt í hug að tengja IMF við frjálshyggju?
Frjálshyggja: Ríkið á að hafa sem minnst afskipti af fólki, sérstaklega viðskiptalífinu sem á (skv. kenningunni) að vita miklu betur en ríkið hvernig fara á með peningana
IMF: Hækka skatta! Hækka stýrivexti! Draga sem mesta peninga frá fólkinu til ríkisins!
Svo má deila um hvorum er að gera grikk með að jafna þessu saman, frjálshyggjusinnum eða IMF en a.m.k. er ljóst að það er blátt áfram hlægileg fjarstæða að halda þessu fram.
Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:03
Torfi ég get nú seint talist til frjálshyggjumanna, en veit þó það að sagan kennir okkur að svona höft fita einungis þá sem eru efnameiri. Hækkar neysluvörur og allan innfluting kemur aftur á stað heildsalastétt er tekur umboðslaun erl. og safnar í sjóði þar. Þú ættir að kynna þér söguna betur áður en þú ferð fram með sleggjudóma eins og þú hefur skifað hér í kvöld. Þú veist greinilega nákvæmlega ekki neitt hvaða ósóma er verið að setja í lög.
haraldurhar, 27.11.2008 kl. 23:23
ótrúlegt hvað þið sósílistarnir eruð viðkvæmnir. Ef ekki á að samþykkja það að ríkið stýri öllu, þá eru menn úthrópaðir "frjálshyggjumenn". í hvaða öðru eðlilegu lýðræðisriki sem við berum okkur saman við, tíðkast það að algerlega vanhæfur seðlabankastjóri ráði því hver fái gjaldeyri til vörukaupa og hver ekki? Það sem ríkiskallar í bláum kraftgöllum banka uppá hjá fólki og heimta allann gjaldeyri sem geymdur er í sparibauknum í krafti laga um skilagjald á gjaldeyri. og ef þú ekki hlýðir kraftgallaköllunum, þá kemur fóstrið í jakkafötunum úr FME og sektar þig um einar 75 milljónir fyrir að brjóta þessi lög. Viljið fá gömlu fyrirgreiðslupólitíkina aftur. Verði ykkur að góðu!
sabbi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:28
Þið talði eins og þetta eigi að vera viðvarandi höft og inngrip.
Er ekki verið að tala um tímabundin úrræði?
Þóra (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:11
tvö ár. Það er einfaldlega of langur tími.
sabbi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:43
Það á að endurskoða þetta á sexmánaða fresti og þetta er einfaldlega svipað og Lilja Mósesdóttir vildi gera og mig minnir að það hafi verið Malasía sem gerði þetta líka og kreppan varð minni þar fyrir vikið. Og ef að þetta er lesið er talað um inngrip ef að útflæði verður of mikið það er einfaldlega verið að tala um að stoppa það að krónan dunki niður úr öllu meðan að verið er að losa okkur við krónu bréfin
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.11.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.