Loka anddyrinu!!

Þetta er nú meiri vitleysan! Fréttaflutningur af vettvangi er með eindæmum. Ása Briem og Linda Blöndal eru með stóryrtar yfirlýsingar af mótmælunum, hneykslast á fólki að standa í þessu og ljúga alls kyns sóðaskap upp á mótmælendur.

Er það virkilega hlutverk fréttamanna að vera með svona yfirlýsingar, svona dóma? Ég hélt að þeir ættu ekki að vera að blanda eigin skoðunum í fréttir sem þeir flytja.

Annars er allt mjög friðsamlegt við Seðlabankann, engin málning neins staðar, bananahýði né annar sóðaskapur.

Og fólkið þarna, sem eru engin börn heldur fólk yfir tvítugt, er greinilega margt hvert komið þarna til að vera.

Það má benda á í þessu sambandi að taílenskir mótmælendur hafa haldið forsætisráðuneytinu þar síðan í ágúst og flugvöllunum nú á aðra viku. Og lögreglan þar í landi gerir ekkert í málinu enda mótmælin friðsamleg!

Hvernig ætli ástandið verði hér í friðsælasta og besta landi veraldar? Ætli lögreglan sé eins þolinmóð hér og í Taílandi þar sem venjan hefur verið að taka hart á öllum mótmælum? 

Það er nefnilega hægt að sitja í anddyrinu í nokkra mánuði, eða allt þar til að Davíð segir af sér! 


mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg SoS

Gott innlegg hjá þér.

Ingibjörg SoS, 1.12.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband