Óeirðalögreglan

Það var skondið að sjá óeirðalögregluna, þ.e. sérsveit Björns Bjarnasonar, í gegnum glugga á anddyri Seðlabankans. Sú sjón var vægast sagt speisuð, sena eins og úr lélegri Star Wars mynd. Lögga með fútúríska hjálma, skildi og annað alvæpni!

Hættan er auðvitað sú að svona senur verði til þess að allt fari í bál og brand. Mótmælin voru fullkomlega friðsöm og því fáránlegt að kalla til óeirðalögreglu, hvað þá að hóta fólkinu með piparúða. 

En er ekki langeinfaldast að reka Seðlabankastjórnina og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins í stað þess að hóta að berja á friðsömum mótmælendum?

Nú eru þessir eftirlitsaðilar uppvísir að því að leggja blessun sína yfir fölsun á verði hlutabréfa í Glitni (Stímmálið) og að láta 20 milljarða króna kaup Giftar á bréfum í Kaupþingi fara orðalaust í gegn.

Þetta tvennt nægir til að reka mennina - og svo auðvitað allt hitt sem eftir á að koma í ljós.

Síðasti skandallinn mun vera sá að tryggingarsjóðurinn, sem bankarnir áttu að borga í, eru meira og minna tómir.  Sjóðurinn er nefnilega rekinn sem séreignarfélag (sjá tryggingasjodur.is) sem útvaldir menn hafa fengið að valsa eftirlitslaust í (og tekið aurinn til að fjárfesta í nú verðlausum skuldabréfum fallítra fjármálafyrirtækja). Eftirlitsaðilinn með þessum sjóði átti auðvitað að vera Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn þar á bakvið.

Hvað ætli svefn þessara "eftirlits"stofnana hafi kostað íslenskt þjóðfélag mikið?

Burt með þetta lið!!! 


mbl.is Mótmælendur farnir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Spurning hvort það hafi ekki líka verið svona pínu "speisað" að halda því fram að það sé friðsamlegt að ryðjast inn í seðlabankann, kasta eggjum og rauðri málningu upp um veggi.

Carl Jóhann Granz, 1.12.2008 kl. 17:38

2 identicon

Svona svipað speisað og þið sem kallið eggjakast ofbeldi.

Björn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

ok, segjum sem svo að Davíð segi af sér, Geir taki sig til og segi af sér.....hvað gerist svo ?

Fyrst við erum farin í hreinsunarátak, þá gætum við hreinsað útúr bönkunum hvern einasta starfsmann, og hverja setjum við í staðinn ?

Þegar þessu verður lokið, þá hreinsum við auðvitað útúr FME og setjum hverja í FME ?

Við gætum hugsanlega boðið forsvarsmönnum mótmælendanna í dag, að taka sæti í fjármálaeftirliti, menn gætu tekið daginn snemma og samið vísur fyrir hádegi, og "sinnt málum" eftir hádegi....

Er einhver sem veit hvað skal gera, þegar og ef, allt þetta fólk sem mótmælendur vilja að segi af sér, eru búin að segja af sér ???

Tekur þá Draumalandið við, eða kannski Fagra Íslandi ? Hvaða vilja mótmælendur ?

Nú vantar svör og hugmyndir, ekki bara krefjast afsagna, án þess að benda á nokkurn skapaðan hlut.....

Ingólfur Þór Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég veit ekki betur en að Seðlabankinn sé opinber staður og að þar megi fólk fara inn ef það telur sig hafa eitthvert erindi.

Frásögn fjölmiðla, einkum á Rás 2, var mjög lituð og ýkt. Þarna var enginn sóðaskapur og aðeins ein málingarklessa sást.

Ekki er það nú mikið miðað við allt það tjón sem forráðamenn þessarar stofnunar, Dabbi og co, hafa leitt yfir þjóðina. En það var jú auðvitað allt saman "friðsamlegt" og fór fram með mjög hljóðlátum hætti, svo það var allt í lagi, ekki satt?

Torfi Kristján Stefánsson, 1.12.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 455397

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband