Ólíkindalæti ráðherra

Viðskiptaráðherra lætur enn og aftur eins og það sé eitthvað val pólitískra ráðamanna hvort erlendir bankar komi að rekstri nýju bankanna hér á landi eða ekki.

Skuldir gömlu bankanna við erlendu bankanna nema 19 milljarðar dollara eða um 3200 milljarða íslenskra króna - og verða þær skuldir varla borgaðar á annan hátt en með því að hleypa kröfuhöfunum að íslensku fjármálakerfi.

Eitt af þremur skilyrðum Aþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins var jú það að íslensk stjórnvöld yrðu að semja við erlenda lánadrottna íslensku bankanna, þ.e. að gera upp þessa 19 milljarða dollara skuld.

Ef það verður ekki gert kippir AGS að sér höndum og við fáum ekkert lán, hvorki frá þeim, frá Seðlabönkum Norðurlandanna né nokkurs annars staðar frá.

Í gær var fullveldisdagur Íslands. Í því tilefni var talað um hvort  Ísland væri í raun fullvalda ríki í dag. Óhætt er að fullyrða að svo hafi verið áður en bankakreppan skall á. En núna eru stór áhöld um það. Ef erlendir aðilar eignast stóran hluta í íslenska bankakerfinu þá er sjálfstæðið og fullveldið farið hálfa leið út í hafsauga, ef ekki ennþá lengra.

Íslensku bankarnir eiga nefnilega stórar eignir í íslenskum fyrirtækjum vegna skulda þeirra við bankana. Erlendu aðilarnir munu yfirtaka þær skuldir ef að líkum lætur. Þar á meðal eru öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin og allir stærstu kvótaeigendurnir.

Þannig munu erlendir bankar, fyrst og fremst þýskir, eignast stóran hluta af íslenska kvótakerfinu. Í augum innlendra hagsmunaaðila mátti þetta alls ekki gerast  og voru einhver helstu rökin gegn því að við gengjum í Evrópusambandið. Nú er þetta að verða að orðnum hlut, svo hvað er þá til fyrirstöðu að ganga alla leið og sækja um inngöngu í ES?

Eins og menn eflaust muna þá var eitt helsta dramað í Íslandsklukku Halldórs Laxness, að forðast  það að Þjóðverjar eignuðust Ísland. Arneus fórnaði ástinni sinni sætu til þess að  koma í veg fyrir að svo gæti orðið. Skárra væri að vera laminn þræll undir Dönum en saddur þjónn undir Þjóðverjum.

En hér sannast hið fornkveða. Það sem að maður varast vann, varð þó að koma yfir hann!

Fórn Arne Arneusar, þ.e. Árna Magnússonar hins gamla, varð þannig aðeins gálgafrestur, þökk sé íslenskum útrásarvíkingum og duglausum, innlendum stjórnvöldum.


mbl.is Styrkja verður bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá bara eins gott að gefast upp? Lúffa bara? Viltu vera saddi þjónninn?

Að vísu verður kvótaeignin í óbeinu eignarhaldi þessara aðila. Það er mjög mikilvægt að hleypa þeim alls ekki nær en það. Einmitt af sömu sökum þyrfti að gera breytingar á kvótakerfinu. Ákvæðið um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar er mjög mikilvægt í þessu sambandi. Erlendir bankar eiga engan sjálfsagðan rétt að þessum hlutum.

Einnig er vert að benda á að umrædd upphæð þessara kröfuhafa hafði enga ríkisábyrgð og aldrei verður um að ræða að öll upphæðin verði greidd. Ríkið yfirtók aðeins lítinn hluta af starfsemi bankanna, svo það væri í fyllsta máta óeðlilegt að yfirtaka allar skuldirnar. Það er ljóst að þar sem innlánseigendur eiga forgangskröfu í þrotabúin þá munu þessir kröfuhafar ekki fá neitt þaðan og það er í sjálfu sér gott. Annars væri verið að verðlauna fjárglæframenn. Það eru vitleysingar (erlendir bankar) sem lánuðu vitleysingum (íslensku bönkunum) og ættu að bera sem mest tap af því sjálfir.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband