Hvað þýðir erlend yfirtaka á bönkunum?

Það er ekki aðeins Björgvin Sigurðsson sem hefur talað af velþóknun um að erlendir lánadrottnar taki yfir stóru íslensku bankana þrjá. Þetta sama sagði Geir Haarde þegar hann (með Ingibjörgu Sólrúnu gleiðbrosandi við hlið sér (já það er ástæða til að brosa nú þegar allt er farið til fjandans)) kynnti "björgunaráætlanir" ríkisstjórnarinnar. Þá talaði hann um möguleika þess að erlendu kröfuhafarnir tækju íslensku bankanna alfarið yfir, í principinu gætu þeir eignast þá 100%.

Þar með er farið að tala fullum fetum um einkavæðingu bankanna og það sem merkilegra er. Enginn mótmælir þessum hugmyndum um einkavæðingu (eins vel og hún heppnaðist nú síðast) þó svo að margir mótmæli hugmyndunum um að afhenda útlendingum fjöregg þjóðarinnar. Björg Thorarensen forseti lagadeildar Háskóla Íslands var sú síðasta sem mótmælti þessu harðlega og benti á afleiðingarnar fyrir sjálfstæði Íslands og fullveldi.

Í raun er þessi þróun, að borga upp miklu meira af skuldum Landsbankans vegna Icesave-reikninganna en við erum skyldug til samkvæmt lögum og að borga upp erlend lán bankanna, til kominn vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrirvarasjóðinn. Hvort tveggja var skilyrði þess að við fengjum (og fáum) lánið.

Við erum þegar á fullri ferð að uppfylla þessi skilyrði þó svo að Alþingi hafi ekki enn fengið samninginn til samþykktar!! Alþingi er þegar farið að samþykkja lög vegna samningsins en ekkert bólar á samningnum sjálfum!

Mér sýnist aðeins einn leikur vera til í stöðunni til að halda sjálfstæði okkar og fullveldi, það er að hafna þessum samningi, og taka gömlu bankana til gjaldþrotaskipta í framhaldinu.

Ef við borgum hins vegar allar skuldir og öll lán upp í topp þá viðurkennum við í raun að landið sé gjörsamlega gjaldþrota og afhendum það jafnframt útlendingum til eignar.

Eina ráðið til að halda sjálfstæðinu og koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot er því að fella samninginn við Alþjóðagjaldeyrirsvarasjóðinn.

Það hlýtur að vera helsta krafa okkar sem mótmælum á hverjum laugardegi, og oftar, leynimakki og stjórnvisku ríkisstjórnarinnar.

 


mbl.is Áfellisdómur yfir neyðarlögunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 459305

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband