15.12.2008 | 11:12
Björn góður!
Það er furðulegt að heyra þær fréttir úr herbúðum sjálfstæðismanna, að þeir ætli að losa sig við Björn Bjarnason til að sefa unggæðingana í flokknum. Björn er eini sjálfstæðismaðurinn í ríkisstjórninni sem er að vinna vinnuna sína þessa dagana. Frumvarp hans um rannsóknarnefndina sýnir það og sannar, auk skrifa hans á vefsíðu sinni sem hafa slegið næturskrifum Össurar algjörlega við (enda Össur sofandi þessar næturnar).
En ef á að hrókera eitthvað á vegum Sjálfstæðisflokksins innan ríkisstjórnarinnar þá eru auðvitað Árni Matthíesen og Þorgerður Katrín Gunnardóttir sem eiga að taka pokana sína. Árni fyrir afspyrnu lélega fjármálastjórn og þau bæði fyrir mikla spillingu.
Í raun er hægt að setja þau tvö saman í knippi. Það sem sameinar þau eru tengslin við FH-ingana Þorgils Óttar, bróður Árna, og Kristján Arason, eiginmann Þorgerðar.
Þorgils hefur brallað margt um ævina, stundum með bróður sínum (Byr-málið), stundum með Kristjáni Ara (á Vallarheiði). Byr-málið (Sparisjóður Hafnarfjarðar) er auðvitað slíkt stórmál og aðkoma fjármálaráðherra að því, að það eitt hefði átt að kalla á tafarlausa afsögn fjármálaráðherra. En, ónei, ekki hér á Íslandi!
Kristján Arason og frú (ég veit ekki til þess að fjárhagur þeirra sé aðskilinn) munu síðan hafa brallað með Þorgils Óttari upp á velli þar sem félag þeirra fékk 50 milljarða króna eign á um 20 milljarða og hafa enn ekki þurft að borga eyri af því. Hver sér annars um eignirnar uppi á Velli fyrir hönd ríkisins? Fjármálaráðherrann, bróðir Þorgils og samráðherra Þorgerðar?
Þá er ónefnt það mál sem greinilega gerir Þorgerði Katrínu óhæfa til að sitja í ríkisstjórn, og í nokkurri annarri opinberri stöðu. Það er auðvitað Kaupþingsmálið, þar sem þau hjónin fengu afskrifaða 500 milljóna króna skuld vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi (sem Kristján fékk að gera sem lykilstarfsmaður í félaginu en aðrir starfsmenn ekki, hvað þá almennir viðskiptavinir bankans).
Þessi mismunun sem menntamálaráðherra nýtur greinilega góðs af, gengur þvert gegn lögum, auk þess sem slík afskrifun á skuld er auðvitað siðferðilega kolröng.
Þorgerður Katrín sýndi auðmýkt vegna þessa máls í fyrstu og var tíðrætt um nauðsyn á gagnsæi, en nú er hún farinn að sýna sinn gamalkunna þótta aftur: "þú verður að spyrja manninn minn um það!"
Já, það er ekki alltaf hægt að flagga femínismanum. Stundum verður að grípa til góðu, gömlu húsbóndahollustunnar, þegar það hentar betur!
Burtu með Þorgerði en ekki Björn, sem hefur ekki verið bendlaður við neitt misjafnt!
Björn Bjarnason: Það er ekki unnt að útiloka neitt! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.