8.1.2009 | 14:13
Mats Gilbert fær ekki að fara frá Gaza
Norski læknirinn Mats Gilbert, sem hefur verið í Kastljósinu síðustu tvö kvöld, sem hefur loksins fengið lækna fyrir sig og samstarfsmann sinn, Erik Fosse, fær ekki að fara frá Gaza. Hann og Fosse sitja fastir í 15 sjúkrabíla lest við landamærastöð og er ekki hleypt í gegn af landamæravörðunum.
Gilbert er læknir í Tromsö í Norður-Noregi en þar eru í kvöld fyrirhugaðar miklar mótmælaaðgerðir gegn drápum Ísraelshers á íbúum á Gaza.
Þeir sem koma að mótmælunum eru m.a. Rauði krossinn, Amnesty International, Hjálparstarf norsku kirkjunnar, Flóttamannahjálpin, Björgum börnunum, Knattspyrnusambandið norska, Íþróttasamtök Noregs, Alþýðusambandið og fleiri og fleiri.
Hér hins vegar er það félagið Ísland-Palestína sem eitt mun standa fyrir mótmælum á þjóðarmorðinu á Gaza nú seinni partinn. Það er ekki bara á íslenska fjármálasviðinu sem siðleysið ræður ríkjum.
Framferði Ísraels á Gaza með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna er enn eitt dæmi um miskunnarleysi hins vestræna kapitalisma gegn þeim sem er þeim þyrnir í augum.
Með því að sýna samstöðu með Palestínu, mótmælum við í leiðinni hinum miskunnarlausa kapitalisma og nýfrjálshyggjunni, sem einnig hefur leikið okkur Íslendinga svo grátt.
Ég hvet því alla þá sem hafa mótmælt fjármálaóreiðunni hér að mæta og mótmæla einu af birtingarformum hennar, morðunum á varnarlausum borgurum á Gazastöndinni.
![]() |
Skotið á bíl með hjálpargögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 462995
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.