Að sverta baráttumann fyrir mannréttindum!

Já, þetta er merkileg frétt hjá blaðamanni Moggans og greinilega skrifuð til að sverta Mads Gilbert.

Hins vegar virðist sem fjölmiðlar hér á landi sjái á sama tíma ekkert athugavert við það að birta viðtöl við talsmann ísraelsku stjórnarinnar sem reynir að réttlæta drápin á almennum borgurum með því að kenna Hamas um. Flestar fréttirnar koma frá Ísrael og lýsa skoðunum Ísraelsmanna, enda engum blaðamönnum hleypt inn á Gazaströndina. Er það ekki skortur á hlutleysi?

Já það er mikilvægt fyrir hægri sinnaða fjölmiðla að reyna að sverta einu fréttina sem berst af fjöldamorðunum á Gaza. Vissulega er Gilbert róttækur og liggur ekki á skoðunum sínum. Hann er hins vegar mjög virtur læknir, og baráttumaður fyrir almennum manréttindum, í heimalandi sínu og ekki síst í heimabæ sínum Tromsö í Norður-Noregi.

Í kvöld verður haldinn mótmælafundur í Tromsö vegna  fjöldamorðanna á Gaza. Að honum standa jafn virtar stofnanir eins og Rauði Krossinn, Amesty International, Norska kirkjan og fjölmargar Hjálparstofnanir, auk norska knattspyrnu- og íþróttasambandsins! Einn aðalræðumaðurinn verður prófasturinn í bænum.

Þessi almenna þátttaka í þessum fundi, og í undirbúningi að honum, sýnir svart á hvítu að í Noregi ekki er litið á Gilbert sem einhvern kverúlant, heldur þvert á móti.

Það er mótmælafundur hér í Reykjavík fyrir framan bandaríska sendiráðið klukkan 17 í dag.  Ég hvet það fólk sem lætur sér mannréttindabrot eitthvað varða að fjölmenna og mótmæla stuðningi Bandaríkjanna við ofbeldisverk ísraelsku ríkisstjórnarinnar á hendur varnarlausum borgurum á Gaza.

 


mbl.is Umdeildur læknir á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur blaðamaður MBL borið á borð efasemdir um skort á lyfjum og öðrum vörum þegar vitað er að landamærin hafa verið lokuð svo vikum skiptir og hundruðir hafa fallið og særst. Ég efast um að Landspítalinn hefði undan að sinna og hafa til viðbúnað fyrir móttöku hundruða stórslasaðra fullorðinna og barna. Morgunblaðið er fallið í þá gryfju að gera lítið úr sríðshörmungum fólks. Það á engu máli að skipta hvort hörmungin er í Gettóinu í Varsjá á sríðsárunum eða Gaza í dag. Stríð  bitnar harðast á saklausu fólki og það má einu gilda hver varpar sprengunum, hann er jafn sekur.

N8 (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:03

2 identicon

Það er ekki verið að sverta manninn heldur að benda á tvöfledni hans. Hann þegir yfir eldflaugaskotum á ísraela, þegir yfir kröfu Hamas að útrýma konum, börnum og gamalmennum bara af því að þeir eru ísraelsmenn. Þess vegna er hann enganveginn samkvæmur sjálfumsér. Þegar hann er síðan uppvís að lygum um lyf og hjálp þá verða orð hans öll sett í það samhengi og ég tala nú ekki um þegar hann heldur því fram að Ísraelar skjóti markvisst á skóla og barnaheimili þá keyrir úr hófi. Hann vissi að skólinn var skotpallur eldfauga, notaður af Hamas. Menn vita líka að ísraelsher gerir ekki árás af tilefnislausu. Þeir eru með myndir af þessu á U-tube og þar geta menn borið fréttirnar saman við myndir.

Er í lagi að drepa gyðingastúlku frekar en palsestínska stúlku? Auðvitað ekki, þau á bæði að vernda og ekki að setja í fremstu víglínu.

Munið þið það ekki að á árum áður fóru palestínskar mæður fram á það við Arafar, að börnum þeirra verði ekki att fram í fremstu víglínu til að þau yrðu drepin og Ísraelum kennt um? Það eru sömu meðölin notuð á Gasa!

Læknirinn er bara ómerkilegur lygalaupur, handbendi Hamas!

Snorri (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvar ferð þú í heilaþvottastöð Snorri? Það hefur enginn sagt hér að það sé í lagi að drepa nein börn hvorki frá Ísrael eða Gaza. Staðreyndin er því miður sú að meðalaldurinn er ekki hár á Gaza. 750 þúsund af þeim sem þar búa eru undir 15 ára aldri. Það útskýrir kannski hve mörg börn hafa verið myrt í þessari hræðilegu aðgerð á varnarlausa íbúa Gaza.

Ljótt er að sverta mannorð Mads - en fréttir af þessum voðaverkum eru afar einhliða og lítið gert til að til dæmis þýða fréttir frá Al Jazeera, en þeir einir eru með blaðamenn inn á Gaza.

Birgitta Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:23

4 identicon

Er ekki búið að þýða þessa frétt upp úr einhverjum útlenskum miðli bara, ekki halda að svona fréttir komi bara sjálfkrafa upp úr íslenskum fréttamönnum.

Ég styð Ísraela í því að stöðva hamas.

Ísrael er lítið land í miðjum arabaheimi og þeir byrjuðu ekki vitleysuna sem er í gangi þarna núna. Hamas hafa bara eitt markmið og það er að gera út af við Ísraela og þeir gera það á kostnað samborgara sína það er ekki í lagi.

api (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Fyrirgefðu "Api" ertu raunvörulegur api? Byrjuðu Ísraelar EKKI átökin þarna? Nú?! Hver þá? Byrjuðu ísraelar ekki átökin, þegar þeir RÆNDU landinu fyrir 60 árum? Hvað meinarðu? Lestu söguna, báðar hliðar og dragðu hausinn út úr rassinum!

Óskar Steinn Gestsson, 8.1.2009 kl. 16:28

6 identicon

Arabar eru þekktir fyrir að koma börnum og konum fyrir á skotmörk. Óskar, ræna landi? Það hefur verið viðurkennd aðferð alla tíð að "ræna" landi. Eða hafa landamæri í heiminum aldrei breyst í kjölfar stríða.

arapi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Skipuð umræða fer nú fram í Noregi en þar hefur Siv Jensen formaður Framskrittspartiet, sem einkum er þekkt fyrir útlendingahatur sitt og því í miklu uppáhaldi hjá hinum frjálslynda Magnúsi Þór Hafsteinssyni, haldið fram svipuðum sjónarmiðum og innlegg Snorra, apa og "arapa" (en síðasta nafnið bendir jú til rasisma á hæsta stigi) .

Utanríkisráðherra Norðmanna,  Jonas Störe, hefur gagnrýnt ummæli Siv Jensen harðlega og bendir á að í viðtölum fjölmiðla við Mads Gilbert þá talar hann sfyrst og fremst em læknir og út frá þeim aðstæðum sem mæta honum í starfi hans sem slíkur á sjúkrahúsinu í Gaza. Norska ríkisstjórnin styðji heilshugar starf norsku læknana. 

Það má bæta við þetta að norska stjórnin hefur nú stutt samtökin, sem standa að starfi læknanna, með 5 milljóna króna framlagi, þ.e. norskra króna sem er sautján sinnum hærri upphæð en íslenskra ríkisstjórnin var að samþykkja að senda  til Palestínu.

Torfi Kristján Stefánsson, 8.1.2009 kl. 18:37

8 identicon

Ég var nú ekki með neinn rasisma Torfi minn, bara að benda á skrítinn hugsunarhátt múslimskra karlmanna.
Ekki er ég meira hrifinn af heimsvaldastefnu BNA sem hefur valdið óbætanlegu tjóni t.d. í Suður-Ameríku.
Einnig hef ég hlustað á Magnús Þór og lesið skrif hans og finnst voðalega frjálsleg túlkun að halda því fram að hann sé rasisti.
Ég á samt voðalega erfitt með að skilja múslima og kúgun þeirra á konum, samkynhneygðum og þroskaheftum. Alltaf situr í mér myndbandið þegar ísraelskir hermenn voru að skjóta að Palestínumönnum og einn þeirra skýldi sér með barninu sínu, sem var ca. 5 ára.
Vesturlandamenning og múslimsk menning eiga ekki heima á sama stað, því miður bara.

arapi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:28

9 identicon

Ég veit allt um sögu ísraela. Þarf ekkert að kynna mér hana betur. Ég er með ísraelum.

Það eina sem þeir gerðu var að ráða ekki múslima í vinnu þegar þeir voru með fyrirtæki og hluti innfluttra gyðinga komu þangað ólöglega eftir bann breta í kringum seinni heimstyrjöld. Gyðingar hafa verið undir stanslausum árásum múslima frá því að hlutfall þeirra í þessu landi fór yfir 17%.

api (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:28

10 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Bíðið við, góðu vinir. Ísraelum var komið fyrir þadrna í eyðimörkinni meðal hirðingjanna sem voru þar fyrir. Reynið ekki að falsa söguna í þágu einsýnnar og ofstækisfullrar skoðunar á því sem er að gerast. Og það sem er að gerast er þetta: Það er verið að útrýma fólki sem hefur búið þarna um árþúsundir og hefur nú verið haldið í eins konar fangabúðum áratugum saman. Á þetta fólk er sallað sprengjum, það er myrt, lífið murkað úr því. Auðvitað ættu allir að geta búið saman þarna í sátt og samlyndi en þegar annar kúgar hinn er ekki von á góðu.

Þorgrímur Gestsson, 9.1.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 455540

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband