9.1.2009 | 10:09
Fjöldamorðin á Gaza
Ljóst er að öllu að umheimurinn hefur snúist gegn Ísrael vegna framferðis þeirra gagnvart almenningi á Gaza - og trúir ekki á lygar þeirra um að árásirnar beinist einungis gegn vopnuðum sveitum Hamas.
Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn árásarstríði Ísraela skiptir miklu máli í að þvinga Ísraelsstjórn til að hætta árásunum.
Henni hefur verið tekið með miklu fögnuði á Gaza og hafa t.d. norsku læknarnir Gilbert og Fosse hætt við að yfirgefa svæðið. Nú er vonast til að landamærin verði sem fyrst opnuð fyrir hjálparsendingar, svo sem lyf og mat.
Í Noregi söfnuðust um 40.000 manns saman í gærkvöldi til að mótmæla framferði Ísraela. Á Youngstorginu í Osló héldu 10.000 fundarmenn á logandi kyndlum. Biskupinn í Osló ávarpað fundinn ásamt forseta Alþýðusambandsins, sjá http://www.dagbladet.no/2009/01/08/nyheter/gaza/israel/hamas/palestina/4298813/
Hér heima er staðan nokkuð önnur. Ríkisstjórnin neitar að koma sér saman um ályktun, telur hennar ekki þörf, og ekkert heyrist í mannréttindar- og hjálparsamtökum, hvað þá í íslensku þjóðkirkjunni!
Þögn íslenskra aðila varðandi morð Ísraels á fjölda kvenna og barna undanfarna daga er óskiljanleg og forkastanleg.
Ekkert heyrist frá Amnesty, frá Rauða krossinum, Hjálparstarfi kirkjunnar o.s.frv. Í Noregi hins vegar mótmæla meira að segja samtök innan íþróttahreyfingarinnar!
Sprengdu hús fullt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rauði krossinn á Íslandi sendi 10milljónir til Gaza.. í hjálparstarf.
Þannig að ... varla hægt að segja að þessi samtök geri ekkert.
ThoR-E, 9.1.2009 kl. 13:09
Reyndar er það rétt. Tíu milljónir til hjálparstarfs þar af 6 milljónir frá íslensku ríkisstjórninni! Þvílík rausn!
Kannski er þetta samstarf við stjórn hægri krata ástæðan fyrir því að íslenski Rauði krossinn þorir ekki að álykta um ástandið. Það gera þó alþjóða Rauði krossinn og systurdeildin í Noregi (og eflaust víðar).
Hægri slagsíðan á hjálpar- og mannréttindasamtökum hér á landi er að verða hrópandi - undir yfirskyni hlutleysis. Þögn er þó fyrst og fremst sama og samþykki.Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.