9.1.2009 | 17:34
Ómerkilegur fréttaflutningur
Mogginn ætlar ekki að gera það endasleppt í þjónkun sinni við ofbeldisverk Ísraela. Það er skiljanlegt að Ísraelar beri fyrir sig einhverjum sparðatíningi eins og kröfum um útlenskar eftirlitssveitir við landamæri Gaza og Egyptalands.
En að halda því fram að evrópskir stjórnarerindrekar taki undir slíkar kröfur og þannig réttlæti slátrunina á Gazastöndinni er einhver versta Moggalýgin sem ég hef séð lengi.
Enda er hvergi getið heimildar fyrir þessa frétt og hana er hvergi að finna á fréttasíðum á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar er á netsíðu Dagens Nyheter að sjá frétt um mótmæli sænskra listamanna gegn hernaði Ísraela m.a. með kröfum um að stöðva fjöldamorðin (massakern) strax, sjá http://www.dn.se./DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2502&a=871928.
Hvenær megum við sjá eðlilegri málflutning en þennan? Þetta er eins og að reyna að réttlæta morðingja, nauðgara eða barnaníðing með því að greina (aðeins) frá hans "afsökunum" fyrir glæp sínum.
Og hvenær megum við sjá samtök listamanna og mannréttinda mótmæla þessum hroðalegu glæpaverkum?
Erum við Íslendingar eins gjörsamlega siðblindir og bankahrunið ber vott um, þ.e. nær gjörvöll þjóðin en ekki aðeins einhverjir fáeinir fjárglæframenn?
Strandar á samkomulagi Egypta og Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér í alla staði. Hins vegar er tengillinn í greininni ekki réttur. Hann fer inn á stjórnborð hjá þér.
Ævar Rafn Kjartansson, 9.1.2009 kl. 19:07
Sæll,
Þetta er undarlegt blogg hjá þér.
1. Hvar í þessari grein tekur Mogginn afstöðu með eða á móti ofbeldisverkum Ísraela?
2. Hvar í þessari grein kemur fram að "evrópskir stjórnarerindrekar taki undir slíkar kröfur og réttlæti þannig slátrunina..."?
3. "Enda er hvergi getið heimildar fyrir þessa frétt..."
Síðasta setningin í fyrstu málsgrein er: "Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz."
4. "Hvenær megum við sjá eðlilegri málflutning en þennan? Þetta er eins og að reyna að réttlæta morðingja, nauðgara eða barnaníðing með því að greina (aðeins) frá hans "afsökunum" fyrir glæp sínum."
Í greininni er ekki minnst einu orði á réttlætingu á þessum verknaði. Þarna er einfaldlega verið að fjalla um þær viðræður sem eru í gangi þarna núna á diplómatasviðinu og ekkert annað. Þetta er reyndar ágætlega innihaldsrík grein. Hvaða skoðun sem maður hefur á framferði Ísraelsmanna, diplómataviðræðunum eða öðru sem tengist þetta mál er bara allt annað mál.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.1.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.