Fordæma Hamas?

Enn spyr maður sig um ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins hvað varðar fjöldamorð Ísraelsmenna á íbúunum á Gaza.

Meðan aðstoðarritstjóri blaðsins, Karl Blöndal, notar orð eins og stríðsglæpi yfir framferði Ísraela (á fundi á vegum vinafélags Palestínu í gær) þá þýðir undirmaður hans og birtir breskan áróður um fund gyðinga í London sem fordæma Hamassamtökin!! Ræður Karl engu á þessum fréttamiðli???

Í sænska blaðinu Dagens Nyheter birtist hins vegar frétt af því að ísraelski herinn hefði gert árás á heilsugæslustöð á Gaza sem sænska kirkjan starfrækir þar (ein af þremur). Byggingin gjöreyðilagðist og öll tæki sem þar voru (http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3561&a=872516).

Í viðtali við blaðafulltrúa sænku kirkjunnar kemur fram að  byggingin var inni í miðju íbúðahverfi og að engar bækistöðvar Hamassamtakanna væru í nágrenninu. Og árásin var engin tilviljun. Ísraelski herinn hafði samband við starfsfólkið og greindi þeim frá yfirvofandi árás.

Því er augljóst að hér var eingöngu verið að  sprengja upp sjúkrastofnun til að koma í veg fyrir að særðir Palestínumenn gætu fengið þar aðhlynningu. Þetta er enn eitt mannréttinda - og þjóðréttarbrotið sem við verðum vitni að, að Ísrael gerir sig seka um.

Hér er hins vegar aðeins boðið upp á frétt um fund öfgafullra gyðinga í Londum sem fordæma Hamas! Hvar ertu Karl Blöndal? 


mbl.is Kallað eftir friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband