12.1.2009 | 08:33
Flott hjá Mogganum!
Mogginn gerir það ekki endasleppt í fréttaflutningnum frá Gaza þó svo aðstoðarritstjóri blaðsins tali á fundum hjá Palestínufélaginu að Ísraelsmenn séu sekir um stríðsglæpi og stundi fjöldamorð á Palestínumönnum.
Nú er vitnað í "ísraelsk" dagblað um að norsku læknarnir, sem hafa vakið heimsathygli fyrir frammistöðu sína á Gaza, hafi skýlt Hamas-liðum á sjúkrahúsinu sem þeir störfuðu á!
Auðvitað kemur ekkert fram hvað dagblað þetta sé, né hvar það stendur í öfgapólitíkinni í Ísrael. Líklega er þessi frétt sett fram til að afsaka næsta skref Ísraelsstjórnar, þ.e. að sprengja upp sjúkrahús full af slösuðu fólki.
Í annarri frétt frá Aftenposten (heimild sem þessi frétt byggðist á) segir frá því að Ísraelsher hafi sprengt upp sjúkrastofnun sem rekin er af Neyðarhjálp kirkjunnar í Noregi (Kirkens nödhjelp), sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2861054.ece.
Byggingin var jöfnuð við jörðu og öll sjúkratæki sem þar voru eyðilögð, tæki upp á tugi milljóna króna. Þetta er auðvitað ekki nefnt á hinum virta fréttamiðli mbl.is
Þetta er þó ekki fyrsta fréttin af slíkum árásum. Áður hafa sænskar og danskar sjúkrastofnanir orðið fyrir árásum. Og þessar árásir eru engin tilviljun eða "óviljaverk". Starfsfólk er varað við áður en látið er til skarar skríða.
Þetta sýnir kerfisbundna eyðileggingu sjúkrastofnana á Gazaströndinni, sem hefur greinilega það eitt að markmiði að koma í veg fyrir aðhlynningu sjúkra. Þetta er auðvitað brot á öllum þjóðréttarsamningum og lögum um framkomu gagnvart almenningi á stríðstímum.
En það truflar ekki fjölmiðil eins og Moggann og reyndar ekki heldur marga aðra vestræna fjölmiðla. Það er í raun furðulega að þeir, þ.e. vestrænir fjölmiðlar, skuli yfirhöfuð vera að kynna málstað Ísraela eins og ísraelsk stjórnvöld koma fram við þá. Engir vestrænir fjölmiðlar fá að komast inn á Gaza til að skýra frá ástandinu þar - sem er auðvitað brot á lögum um rétt fjölmiðla til að fylgjast með stríðsátökum.
Þetta sætta þeir sig við og skýra í staðinn frá þeim lygum sem borið er á borð fyrir þá í þessu elskulega vestræna lýðræðisríki, Ísrael.
Ætli Karl Blöndal fari ekki brátt að segja af sér aðstoðarritstjórastöðunni fyrst undirmenn hans hunsa hann svona gjörsamlega með fréttaflutningi sínum? Eða er samstaða hans og fleiri (les félagið Ísland-Palestína) með málstað Palestínumanna kannski aðeins einn stór blekkingarleikur til að sýnast í augum íslenskra smáborgara?
Norskir læknar sagðir hafa skýlt Hamasleiðtogum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afar undarlegur fréttaflutningur í gangi varðandi þessi mál hjá mbl.is
Birgitta Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 08:46
Já, svo sannarlega ekki síst í ljósi þess hvernig Karl Blöndal talar. Hins vegar er fréttaflutningur vestrænna fjölmiðla almennt séð hinn furðulegasti. Það eru aðeins einstaka fréttir sem lýsa ástandinu eins og það er.
Ein þeirra er í Poliken.dk þar sem segir frá því að níu manna nefnd frá Evrópusambandinu hafi komist inn á Gaza og greint frá því sem fyrir augu bar: http://politiken.dk/udland/article627362.ece
Nefndarmenn eru m.a. forviða yfir því að Ísrael (og reyndar Egyptar einnig) skuli komast upp með að halda fréttamönnum í burtu frá Gaza. En ástæðan er augljós. Ef fréttamönnum yrði hleypt þarna inn þá fengju Ísraelsmenn ekki að halda áfram mannréttindabrotum sínum.
Þá krefst einn nefndarmanna þess að Sameinuðu þjóðirnar fylgi ályktun sinni um taflarlaust vopnahlé eftir með beinum refsiaðgerðum gegn Ísrael.
Torfi Kristján Stefánsson, 12.1.2009 kl. 09:06
Stríðsglæpir Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum eru komnir út fyrir allan þjófabálk. Það á að vera skýr krafa alþjóðasamfélagsins, að Palestínumenn fái aftur það land sem þeir fengu að halda eftir við stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma, þ.e. helming þess landssvæðis sem er innan landamæra Ísraels. Aðskilnaðarstefna og yfirgangssemi Ísraelsmanna af gyðingaættum gagnvart löndum sínum af ættum Palestínumanna er engu betri en framganga hvítra manna í Suður-Afríku eða mismunandi þjóðarbrota hvert gagnvart öðru í stríðunum í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Ég gæti tekið fleiri dæmi, en læt þetta duga.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 09:08
Má Mogginn ekki vera gagnrýninn á báða bóga, eða á hann bara gagnrýna Ísrael?
Guðmundur Björn, 12.1.2009 kl. 09:09
Þetta er nú bara rugl. Þegar fréttamenn eru að segja neikvæða frétt um Ísraelsmönnum, þá er það fréttamennska en þegar það er neikvæð frétt um Palestínumönnum, þá er það alltíeinu áróður?
MacGyver, 12.1.2009 kl. 09:24
HAMAS-stjórnin í Palestínu er lýðræðislega kjörin stjórn. Sama hvað Bandaríkjamenn og Ísraelar segja. Hvað er að því að skýla leiðtogum lýðræðislegrar stjórnar landsins?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 13.1.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.