Enn segir Mogginn frá sjónarhóli Ísraela

Morgunblaðið er enn við sama heygarðshornið þegar það segir frá stíðsrekstri Ísraela gegn Palestínumönnum á Gazaströndinni. Nú kemur hins vegar ekki fram hvaðan þeir frá fréttina en iðulega greina þó Moggamenn frá því.

Oft er vitnað í ísraleska fréttavefinn Haaretz eins og þar sé hinn heilaga sannleika að finna. Nú síðast var að koma frétt frá þessum merka miðli, Haaretz, þar sem haldið er fram að árásin á skóla Sameinuðu þjóðanna fyrir tæpri viku, er 43 palestínskir borgarar voru drepnir, stóri hluti barna þar af, hafi verið mistök. Þeir vitna í heimildir frá ísraelska hernum þar sem segir að sprengjan sem lenti á skólanum hafi verið gölluð og þess vegna misst marks (fallið 30 metra frá skotmarkinu!). 

Þó er jafnfram fullyrt að skotið hafi verið frá skólanum yfir landamæri til Ísraels og að Hamasliðar hafi leynst þar. Þá er einnig fullyrt að tölurnar um fallna séu ýktar og að Hamas hafi einnig verið þar að verki. sjá http://www.haaretz.com/hasen/spages/1054284.html

Öllu þessu er vísað á bug af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem voru á staðnum. Engir Hamas-liðar hefðu verið þarna nálægir og engum eldflaugum skotið frá svæðinu. Þá segjast þeir sjálfir hafa talið líkin og fullvissað sig um töluna, þ.e. 43 fallna.  

Þessar mísvisandi fréttir frá hinum "virta" fréttamiðli Haaretz sýna að það er alls ekki hægt að reiða sig á fréttir þaðan. Mogginn ætti að sjá sóma sinni í að hætta sem allra fyrst að vitna í þennan miðill, ef íslenski miðillinn vill að hann sé tekinn alvarlega.

Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar krafist sjálfstæðrar rannsóknar á fjöldamorðunum í skólanum, þó talsmenn stofnunarinnar sem á í hlut séu ekki ýkja bjartsýnir á að svo verði.

Sjá http://politiken.dk/udland/article627924.ece

 Nú hafa 879 Palestínumenn verið drepnir af ísraelska árásarliðinu og þar af nær helmingurinn börn.

Á meðan hafa 13 Ísraelsmenn fallið þar af þrír óbreyttir borgarar.

Það er því ekki nema vona að menntamálaráðherrann okkar, Þorgerður Katrín, talsmaður siðferðilegra uppeldisgilda í skólakerfinu, tali um að það sé "ekkert hægt að skilja þar á milli". 

 


mbl.is Ísraelar á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu aftur Haaretz og allar þær greinar sem hafa komið um hamas og skólann.Haaretz flytur hlutlausar og vandaðar fréttir um þetta allt saman.Hamasliðar voru með vopn í skólanum og sprengjur,þeir eru með sprengjur og flugskeyti innan um almenning á Gasa því miður.Því miður þá fela þeir sig á bak við saklaus börn og konur.Myndir á youtupe se sýna að svo er og já þær eru meira að segja teknar af palestínumönnum.

vera (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:17

2 identicon

Eru fréttir ekki nógu afstöðukenndar fyrir? Er ekki bara jákvætt að einhver dragi upp mótsagninrnar!!!!!!!

Fréttaflutningur á Íslandi af þessu stríði er allt of afstöðukenndur mep Palestínu.

Ég reyni að hafa mínar eigin skoðanir af öllum málum en ekki lepja upp einsleitar skoðanir fréttamanna eða almennings, finnst flestir hafa skoðanir af því bara en engir rök lyggja fyrir, bara af því að Jói í vinnunni segir þetta.

 Ég hef lesið mér til um þessi mál, farið í söguna og reynt að finna út hverjir voru þarna fyrst og hverst vegna friður næst ekki. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get ekki haft afstöðu í þessu máli, þetta er of flókið, eldfimt, sorglegt og langsótt. Svo eru Íslendingar að hafa skoðanir á þessu máli!! haha, það er bara findið.

Vitið þið til dæmis hvað Palestínumenn skutu mörgum flugskeytum á Israela á síðastliðnu ári,,,, yfir 6000 stikkjum, það eru um 18 flugskeyti á dag!

Palestínumenn rufu vopnahléð!   Hamassamkökin eru hryðjuverkasamtök sem svífast einskis við að drepa eigin borgara, stíla inn á að skjóta frá almenningsstöðum, barnaskólum og leikskólum svo að mannskaðinn hjá almenningi þeim megin verði sem verstur svo að þeir nái sínu fra.

Palestínumenn kusu sjálfir Hamas til þess að stjórna landinu.

Megnið að Palestínu eru múslimar og þeir eru vægast sagt hættulegur hópur, grunnt á illskunni þar, og ég er ekki að fara að telja það upp hér, kóraninn hefur yfir 1000 skipanir og réttlætingar á að drepa þá sem ekki vilja trúa á Allah, og það er ekki rétt að almenningur Múslimkra ríkja se eitthvað saklaus af þeim skoðunum, það sýnir myndbandið sem gekk manna á milli í hinum múslimska heimi um áramótin, drepum þessa og drepum hina!

Svo eru palestínumenn (Hamas)alræmdir í fréttafölsun.

Þetta gleymist algjörlega í umræðunni!

Og ekki hafa þeir sem hafa kallað sig kristna verið betri í gegn um tíðina, þó svo að ég telji Biblíuna mun málefnalegri bók en Kóraninn, allavega ekki prédikað um að drepa verði þessa og hina þar.

Ég lýsi vandlæti mínu yfir þessari umræðu og kýs að taka enga afstöðu í þessu máli.

Það er ekki hægt að réttlæta framferði hvorugs ríkisins í þessu máli, og hvað þá að hafa eihvnerja afdrifaríka afstöðu hvað þetta varðar.

Hilmir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:01

3 identicon

Ég hvet alla sem eru sannlega kristnir til þess að hætta að eyða tíma og þvaðri í kjaftæðisblogg á netinu og drífa sig Palestínu og taka þátt í hjálparstarfi!!

Það er þörf á öllum sem vetlingi geta valdið, eru ekki allir atvinnulausir hér hvort eð er?

Israelsmönnum virðist hvort sem er vera alveg sama um hvað heimsbyggðinni finnst og hlusta ekki á neinar fordæmingar!   Á meðan ógeðis Bandaríkjamenn styðja þá.

Hilmir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 455396

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband