Reykský yfir Gazaborg

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ísraelski herinn gerir árás á byggingar merktar Sameinuðu þjóðunum. Fræg er jú árásin á skóla þeirra fyrr í mánuðunum þar sem 43 óbreyttir borgarar voru drepnir.

Þá er ekkert nýtt að sjúkrahús standi í björtu báli eftir árásir Ísraela enda virðast þeir beina árásum sínum sérstaklega gegn hjálparstarfi meðal Gazabúa. Fjöldi sjúkraliða hefur t.d. verið drepinn þegar þeir hafa verið að flytja særða af vettvangi.

Norsku læknarnir sem nú eru á Gaza segja frá því að stöðugur straumur særðra sé til sjúkrahússins. Skelfingarnar ætla engan endi að taka, en þó er það ljós í myrkrinu að nú hefur mikill fjöldi lækna frá Egypalandi og öðrum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs komið til starfa.

Þá hefur komið fram að notaðar voru hvítar fosfatssprengjur við árásirnar en fosfatsspengjur eru algjörlega bannaðar í stríðsátökum í þéttbýli. Ísraelar brjóta þannig öll alþjóðleg lög í viðleitni sinni til að ganga til bols og höfuðs á Palestínumönnum í Gaza.

Þá hafa sprengur Ísraela fallið í morgun á skrifstofubyggingu Reuters.

Sjá má reykinn frá Gaza hér (tekið af bloggsíðu Júlíusar Valssonar: http://juliusvalsson.blog.is/blog/juliusvalsson/): http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=386&ar=NanaTV01&dr=02:30:00%20-%202k%20-

Það nýja er hins vegar að Ísraela biðjist afsökunar á árásunum og morðunum. Hingað til hafa þeir þagað eða kennt Hamasliðum um. Þetta gæti bent til þess að óeining sé komin upp innan Ísraelsstjórnar, en heyrst hefur að Barak varnarmálaráðherra og svo utanríkisráðherrann séu ósammála fjöldamorðsstefnu Ohmerts forsætisráðherra.


mbl.is Ban fordæmir árás á hús SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455629

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband