Hvernig vita þeir það?

Það er greinilega nóg af njósnurum á vegum Ísrales innan landamæra Gaza, sem líklega stunda sína iðju vegna loforða um sæluvist innan landamæra Ísraels að stríðinu loknu.

Annars virðist sem árásin á byggingu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna nú fyrr í dag hafi verið gerð til að eyðileggja matarbirgðir þær sem byggingin geymir. Þetta voru allar matarbirgðir samtakanna, auk annarra hjálpargagna sem átti að deila út í dag. Hér virðist markvisst verið að svelta borgarbúa til að brjóta andstöðuna niður.

Ég sagði frá því fyrir nokkru að Breta hefðu notað sömu aðferð á Dani þegar þeir gerðu árás á Kaupmannahöfn árið 1807 og kveiktu í borginni (gömul aðferð sem sé). Markmiðið var að knýja yfirvöld til uppgjafar með því að drepa eins marga óbreytta borgara og eyðileggja eins mikið og auðið var.

Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður var við varnir borgarinnar og orti þessa hendingu af því tilefni:  

" ... þá dreyrug ský / dró með himni / og feyktu blásvörtum / feigðar hnöttum."

Hann sá og hvað þetta myndi koma til leiðar, þ.e. aukinni þjóðerniskennd og föðurlandsást:

"Halur lifað hefur nóg / hver sá föðurlandi dó."

Þetta þýðir einfaldlega fært til nútímans og atburðanna á Gaza, að  Palestínumenn munu vera enn staðráðnari í verja land sitt en áður (eins og þeir hafa reyndar alltaf svo hetjulega gert) og vítahringur ofbelsds mun einungis verða enn meiri.

Er ekki kominn tími til að alþjóðasamfélagið og samtök hvers konar, innlend sem erlend, grípi inn í?

Hver er annars starfandi utanríkisráðherra Íslands og ætti því að taka af skarið fyrir okkar hönd???? Er það enginn?

 


mbl.is Ráðherra Hamas féll í árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Athyglisverð færsla hjá þér

Gísli Birgir Ómarsson, 15.1.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæll vertu Torfi.

Ég þakka þér fyrir "innlitið" hjá mér, en meira þakka ég þér fyrir fréttavaktina. 

Ég, sem hef ekki fylgst nógu vel með get fengið "uppdate" með því að líta yfir bloggin þín, og er það vel.

Gott að einhverjir standa vaktina:)

Kveðja,

Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455614

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband